Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 25
STJÓRNSÝSLA Hfutrerk ih ríkfsws? , JafTia aostooumun 4. mynd. Eru markmiöin innbyröis ósamrýmanieg? andi forgangsröð mála. Með auknu sjálfræði myndi samkeppni óhjákvæmilega aukast milli sveitarfélaga og aðstöðumunur leysast úr læðingi, sem erfitt væri að stemma stigu við nema að skerða sjálfræði þeirra með jöfnunaraðgerðum! Allar jöfnunaraðgerðir ganga þvf þvert á markmið um sjálfræði nema sveitarstjórnar- kerfið sé þannig mótað frá grunni að sveitarfélögin skuli vera eins sambærileg og kostur er t.d. með tilliti til fjárhagslegrar stöðu og breytileika innri gerðar. Sveit- arstjórnarkerfi með sambærilegum einingum dregur úr nauðsyn flókinna jöfnunaraðgerða og slíkum mark- miðum má yfirleitt ná betur fram í kerfi með tiltölulega fáum en stórum umdæmum. Stór umdæmi eru einnig þýðingarmikil ef mikil áhersla er lögð á rekstrarlega hagkvæmni innan sveitarstjórnarkerfisins. Aukin lýð- ræðisleg þátttaka á hins vegar erfiðara uppdráttar í stærri umdæmum en litlum. Þótt lýðræðisleg þátttaka kunni að eiga auðveldara uppdráttar í minni sveitarfé- lögum þá er engu að síður meiri hætta á að sú þátttaka verði tæmd öllu inntaki, þar sem þau eru ekki fjárhags- lega megnug til umtalsverðra verkefna. Verkefni sveitarstjórnarkerfisins innan héraðsstjórn- arinnar ræðst því að verulegu leyti af þeim tilgangi sem því er ætlaður og eðli verkefnanna ræður mjög um bestu stærð og innri gerð umdæma í ljósi gefins tilgangs. Sveitarstjómarkerfi nágrannalanda okkar eru að nokkru leyti byggð upp með mismunandi áherslum. Við endurskoðun þessara kerfa, sem víða hefur farið fram, hafa alls staðar einhverjar meginforsendur verið lagðar til grundvallar við nánari útfærslu endurbótanna. Eftir- farandi spurningar taldi ensk nefnd undir formennsku Redcliffe Maud að svara þyrfti áður en hún skilaði áliti um breytt sveitarstjómarkerfi í Englandi og Wales árið 1969. Samtímis starfaði skosk nefnd sem viðhafði sömu aðferðafræði: I a. Hver er megintilgangur sveitarstjórnarkerfis innan héraðsstjórnsýslunnar? i. efla hagkvæmni/skilvirkni þjónustunnar, ii. efla sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði sveitar- félaga, iii. efla alntenna þátttöku við úrlausn verkefna, iv. auka jöfnuð í þjónustunni milli byggðarlaga. I b. Hvaða (þjónustu)verkefni henta best þeim til- gangi? II. Hvaða stærð og innri gerð umdæma henta verk- efnunum best? III. Hvaða tekjustofna þarf til að standa undir rekstri og framkvæmdum? IV. Hvers konar stjórnsýslu, starfsfólk/starfsþjálfun þarf til að skila verkefninu með sem bestum ár- angri og mestum afköstum? Sú aðferðafræði, sem Englendingar og Skotar við- höfðu til að greina vandann og leiða sig fram til lausnar, hefur haft víðtæk áhrif á Norðurlöndum síðustu 15 ár nema á íslandi, þar sem við finnum upp hjólin sjálf. Samskipti framkvæmdavaldsins og sveitarfélaganna Islenskar sveitarstjórnir eru í eðli sínu lárétt stjórn- völd í þeim skilningi að þau fara með rnjög fjölbreyti- lega málaflokka en fagleg yfirumsjón margra þeirra er í hinum ýmsu ráðuneytum. Við endurskoðun ýmissa málaflokka hefur Iítill gaumur verið gefinn á hvern hátt starfshættir ríkisins og stofnana þess hamli skilvirkni sveitarstjórnarkerfisins. Lög og reglugerðir eru sett frá sjónarhóli faglegrar sérhæfingar, oft með tíðum og ómarkvissum breytingum, en sjaldan er hugsað til þess hvernig framkvæmd þeirra samrýmist viðleitni sveitar- félaganna að byggja upp heilsteypta innri stjórnsýslu á hagkvæman og skilvirkan máta. Þetta lýsir sér m.a. í tilhneigingu ráðuneyta, félagsmálaráðuneytið þ.m.t., og ríkisstofnana að læða inn í sérhæfð lagafrumvörp ákvæðum um sjálfstæðar fagnefndir með lögboðið starfssvið aftan við sveitarstjórnirnar, sem eru jafn faglega „þröngsýnar" og þau sjálf. Yfirstjórn sveitarfé- lagsins á því oft í svipuðum erfiðleikum með að sam- ræma sitt eigið nefndakerfi og ríkistofnanirnar. Hina margumtöluðu togstreitu ríkis (-stofnana) og sveitarfélaga má oft rekja til þess að ríkisstofnanir eru hluti af lóðréttri verkaskiptingu, sem aðgreina sig á grundvelli málefnalegrar sérhæfingar, en sveitarfélögin eru lárétt stjórnvald í eðli sínu, sem þurfa að samræma ólíka málaflokka í úrlausnum sínum og oft eftir for- skrift ríkisstofnana/deilda, sem hafa engin samráð eða samskipti sín í milli. Ákvarðanir um staðbundnar framkvæmdir rfkisins og aðgerðir þess í héruðum eru iðulega ekki í neinu samræmi við framkvæmdir sveit- arfélaganna á svæðinu. Opinberar framkvæmdir geta 87

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.