Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 29
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Uppdrátturinn sýnir mörk hins nýja hrepps á sunnanverðu Snæfellsnesi. Eyjarhreppi 65 íbúar og í Mikla- holtshreppi 91 íbúi. Samanlögð íbúatala hreppanna var því 156 hinn 1. desember 1992. Með auglýsingu frá 22. apríl hefur félagsmálaráðuneytið staðfest sam- eininguna. Hreppsnefnd hins sam- einaða hrepps verður skipuð fimm fulltrúum og kosin 11. júní. Jafn- framt fer þá fram bindandi skoðana- könnun um nafn hreppsins. Greidd verða atkvæði um þrjár til- lögur um heiti á hreppinn. Þær eru: 1. Eyja- og Miklaholtshreppur 2. Fellssveit. Heitið er dregið af Hafursfelli, áberandi felli á mörkum hreppanna. 3. Ljósufjallahreppur. Ljósufjöll eru há fjöll í Snæfellsnesfjallgarðin- um ofan byggðarinnar í hreppunum. Sameining hreppanna öðlast síðan gildi hinn 26. júní. Stykkishólmurj Hellissandur J Ólafsvíl 'HelgafellssveitV Skógarstrandar- |arfjörður//>''s- _________ Nýtt sveitarfélag Miklaholts- Eyja- Kolbeinsstaða- 10 5 0 10 20 30 40 50km Uppdrátturinn sýnir Helgafellssveit og Stykkishólm á norðanverðu Snæfellsnesi. Helgafellssveit og Stykkis- hólmur sam- einast Hinn 16. apríl voru greidd atkvæði um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Við atkvæða- greiðsluna 20. nóvember var tillaga um sameiningu sveitarfélaganna samþykkt í Stykkishólmi en felld í Helgafellssveit. Við atkvæðagreiðsluna nú voru 828 á kjörskrá í Stykkishólmi. Þar af greiddu atkvæði 273 eða 33%. Sam- þykkir sameiningu þar voru 257 eða 94,1%, andvígir 14 eða 5,5% og tveir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógild- ir. I Helgafellssveit voru 50 á kjör- skrá. Atkvæði greiddu 47 eða 94%. Þar af sögðu 24 eða 51,1% já við sameiningartillögu en 22 eða 46,8% nei. Einn atkvæðaseðill var auður eða ógildur. Kjörstjórnarmenn í Helgafells- sveit kærðu úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í hreppnum vegna orðalags á kjörseðli og vegna þess að atkvæða- seðlar hefðu verið prentaðir á of þunnan pappír. Þriggja manna nefnd sem sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu skipaði úrskurðaði atkvæðagreiðsluna ógilda vegna pappírsins í atkvæðaseðlunum. Sá úrskurður var kærður til félagsmála- ráðuneytisins sem nú hefur úrskurð- að atkvæðagreiðsluna gilda. Hinn 1. desember 1992 voru íbúar í Helgafellssveit 78 en í Stykkis- hólmi 1.236 eða samanlagt 1.314 íbúar í þeim báðum. 91

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.