Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 34
AFMÆLI Frá afhjúpun standmyndarínnar af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli 24. febrúar 1924. Erfiölega gekk aö ná hjúpnum af likneskinu og má sjá þess merki á myndinni. Ljósm. Magnús Ólafsson. Myndin er í eigu iönaöarmannaféiagsins i Fteykjavík. Ingólfsstyttan í Reykjavík sjötíu ára Gissur Símonarson, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík Fyrir sjötíu árum var styttan af Ingólfi Arnarsyni afhjúpuð á Arnar- hóli. Það var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sem stóð fyrir því að gera afsteypu af frummynd Einars Jóns- sonar myndhöggvara og afhenda hana íslensku þjóðinni til eignar og varðveislu. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp í stórum dráttum söguna um Ingólfsstyttuna á Arnar- hóli. Sigurður málari hafði upphaflega hreyft þessari hugmynd í Kveldfé- laginu svonefnda árið 1863. Hug- mynd hans var að minnismerki Ing- ólfs yrði fullgert 1874 og því yrði kornið fyrir á Arnarhóli til minningar um þúsund ára byggð á Islandi. A sínum tíma gerði Sigurður skissur af minnismerki Ingólfs og fyrirkomu- lagi Arnarhóls eins og hann hugsaði sér þessa framkvæmd. í sambandi við heimsókn íslenskra þingmanna til Danmerkur árið 1906 hafði komið fram sú hugmynd að ríkisþingið danska gæfi Islendingum eirsteypu af hinni frægu Jasonar- styttu Alberts Thorvaldsen og skyldi hún standa á Austurvelli. Fljótt kom þó fram önnur tillaga í sumum dönsku blaðanna, sem sé að gefa skyldi standmynd af Ingólfi Arnar- syni eftir Einar Jónsson, en Einar hafði þá gert frumdrög að slíkri mynd og birtist mynd af frumgerð- inni í dönskum blöðum. Islensku blöðin fylgdust vel með þessu og fluttu af því fréttir. Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu um miðjan september árið 1906 kom fram tillaga frá Jóni Halldórssyni um að félagið gengist fyrir því að koma upp standmynd af fyrsta landnáms- manninum Ingólfi Arnarsyni. Kostn- aður við myndina var áætlaður 20 þús. eða 175 kýrverð. Allir sem til máls tóku voru meðmæltir hug- myndinni og minntust þess ekki að nokkurt mál í félaginu hefði mætt þvílíkum einhug sem þetta. Til að 96

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.