Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 38
HÆSTARÉTTARDÓMAR ákvæða í 4. og 5. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaga og taldi sér ekki heimilt að innleysa kröfuna. Höfðaði K þá mál á hendur H til heimtu kröfunnar. Helstu kröfur og röksemdir stefnanda, K Stefnandi K byggði málatilbúnað sinn á því aðallega að dæma bæri H greiðsluskyldan á grundvelli sjálf- skuldarábyrgðaryfirlýsingarinnar á skuldabréfinu en til vara ætti að viðurkenna með dómi að stofnast hefði svonefnd einföld ábyrgð.1’ Stefnandi byggði einnig á því til þrautavara að H bæri í öllu falli skaðabótaábyrgð á því tjóni sem K yrði fyrir við það að treysta á gildi ábyrgðaryfirlýsingarinnar. Byggðist skaðabótaábyrgð þessi, að mati K, á svo- nefndri húsbóndaábyrgðarreglu sem felur það í sér að vinnuveitandi beri skaðabótaábyrgð á tjóni því sem starfsmenn valda af ásetningi eða gáleysi. Loks stefndi K sveitarstjóra H persónulega til greiðslu skuldarinnar og byggði þá kröfu á því að sveitarstjórinn bæri persónulega skaðabótaábyrgð á tjóni K með því að hafa áritað skuldabréfið um sjálf- skuldarábyrgð hreppsins án þess að hafa untboð til þess, auk þess sent hann hefði farið út fyrir umboðið eins og það lá fyrir. Dómur héraösdóms í dómi héraðsdóms var H sýknað af kröfu um að sveitarfélagið bæri sjálfskuldarábyrgð á skuldinni. Var því hafnað að sú staðreynd að H átti 20% hlutafjár í M ætti að leiða til þess að líta bæri svo á að M teldist til stofnana sveitarfélagsins í skilningi sveitarstjórnarlaga. Var talið að ákvæði 4. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaga um bann við sjálfskuldarábyrgð sveitarfélags á skuld- bindingum annarra en stofnana sveitarfélagsins væri fortakslaust. í því fælist að yfirlýsing um sjálfskuldar- ábyrgð sveitarfélags eins og í því tilviki sem fyrir lá væri ógild. Héraðsdómarinn taldi hins vegar að líta bæri til þess að verkefni sveitarfélaga væru m.a. atvinnumál. Benti héraðsdómarinn á að ómótmælt væri í málinu að 10- 12% vinnandi manna í H hefðu unnið hjá M og að H hefði verið annar aðalhluthafinn í M frá árinu 1983 og 1) Með sjálfskuldarábyrgð er almennt átt við tilvik þar sem ábyrgðaraðila erskylt að greiða skuldina á gjalddaga, þó svo að skuldareigandi hafi engar tilraunir gert til þess aðfá skuldina greidda hjá aðalskuldara. Það er því skuld- areigandinn sem á gjalddaga getur valið hvort liann inn- heimtir skuldina hjá aðalskiddara eða sjálfskuldarábyrgð- araðila. Með einfaldri ábyrgð er hins vegar átt við tilvik þar sem ábyrgðarmaður er ekki skyldur til að inna greiðsluna af liendi fyrr en komið hefur í Ijós að aðalskuldari getur ekki greitt skuldina. tilnefnt menn þar í stjórn. í dómi héraðsdóms kemur fram að dómarinn lítur svo á að sveitarstjórn hafi nokkurt svigrúm til þess að meta gildi trygginga sam- kvæmt 5. mgr. 89. gr. og einnig í hvaða forrni slíkar tryggingar væru. Taldi dómarinn að ekki bæri að skýra síðastgreint lagaákvæði svo þröngt að það bannaði H að gangast í einfalda ábyrgð vegna fjárskuldbindinga fyr- irtækja sem það ætti verulegan hlut í, hefði menn í stjórn og ef félagið skipti verulegu rnáli fyrir atvinnulíf á staðnum, enda væri ekki urn að ræða fjárskuldbind- ingar sem fælu í sér þunga byrði fyrir sveitarfélagið né væru til langs tíma. Dómarinn taldi einnig að líta bæri til þess að H hefði um árabil veitt slíkar ábyrgðir og ekki væri séð að ábyrgðin væri þess eðlis að hún tor- veldaði H framkvæmd meginverkefna sveitarfélagsins. A grundvelli þessara forsendna féllst héraðsdómar- inn á að H bæri einfalda ábyrgð á kröfu K. Dómur Hæstaréttar Dómi héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu H. K gagnáfrýjaði ekki dómnurn og fólst í því að unað var við synjun héraðsdómara á því að um sjálfskuldar- ábyrgð gæti verið að ræða. Var því eingöngu deilt um það fyrir Hæstarétti hvort H bæri einfalda ábyrgð á kröfunni eða ekki. Hæstiréttur (4 dómarar af 5) hafnaði því að slík ábyrgð væri til staðar. Rökin fyrir þeirri synjun voru þessi: „Samkvæmt 5. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/ 1986 getur sveitarstjórn „veitt einfalda ábyrgð til ann- arra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar". Þessurn áskilnaði unt tryggingar var ekki fullnægt í umræddu tilviki. Voru því ekki lagaskilyrði til þess að sveitarsjóður H... tækist á hendur einfalda ábyrgð á skuld M... við stefnda (K). Af því leiðir að sýkna ber áfrýjanda (H) af kröfum stefnda í málinu." Einn dómari vildi fallast á niðurstöður héraðsdómar- ans. Tilgangur reglnanna í 4. og 5. gr. 89. gr. sveitarstjórnarlaga Af viðhorfi Hæstaréttar má ráða að skýra beri reglu 5. mgr. 89. gr. samkvæmt orðanna hljóðan. Fullyrða má að hið sama á við urn 4. mgr. sömu greinar. Það er í samræmi við tilgang þessara reglna sem eru nýmæli í sveitarstjórnarlögum. Tilganginum er m.a. lýst í skýringum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laganna er það var lagt fram á Alþingi. Þar kemur fram að tilgangurinn er að forða sveitarstjórnum og sveitar- stjórnarmönnum frá ásókn þeirra sem hafa með hönd- um atvinnurekstur og viðskiptamanna þeirra í ábyrgð sveitarfélaga. Er með lagaákvæðum þessum stefnt að því að koma í veg fyrir að slíkar skuldbindingar tak- marki möguleika sveitarfélaga til þess að framkvæma lögboðin verkefni. Lagaákvæðum þessum er ætlað að 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.