Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 45

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 45
ATVINNUMAL tíma í að túlka ýmis ákvæði laganna. Langur tími fór í umræður um það hvort styrkja bæri fræðsluaðila til tækjakaupa. í því sambandi komu til álita ákvæði 9. gr., einkum stafliðir a og c. Niðurstaða ráðsins varð sú að telja að tækjakaup séu að öllu jöfnu ekki styrkhæf nema að fyrir liggi að nauðsynlegur tækjabúnaður sé ekki tiltækur og útvegun tækjanna sé for- senda fyrir framþróun í hlutaðeig- andi starfsgrein. Þessu til viðbótar kom fram það álit að tækjabúnaður- inn verði að vera öllum tiltækur en í því felst að styrkir til tækjakaupa verða einungis veittir starfsmennta- stofnunum, almannasamtökum eða opinberum aðilum þannig að sam- keppnisstöðu fyrirtækja innbyrðis verði ekki raskað. Umsóknir bárust um stuðning við skipulagningu námsbrauta í fram- haldsskólum. Starfsmenntaráð hafn- aði slíkum umsóknum með þeim rökum að nám fyrir skólanemendur falli undir framhaldsskólana og menntamálaráðuneytið. Fara beri að ákvæðum hlutaðeigandi laga við ákvörðun um fjárveitingu til við- fangsefna sem falla innan ramma opinbera skólakerfisins. í 2. mgr. 9. gr. segir að það sé að öllu jöfnu forsenda styrkveitingar að tiltekinn hluti af beinum rekstrar- kostnaði námskeiða sé borinn af þátttökugjöldum. Deilt var um túlk- un á þessu ákvæði í starfsmenntaráði. Ákveðið var að þátttökugjöld skyldu standa undir rekstri námskeiða. Hins vegar sé eðlilegt að taka tillit til kostnaðar sem stofnast vegna nám- skeiða sem haldin eru utan höfuð- borgarsvæðisins. Enn fremur að taka beri tillit til þess þegar um er að ræða nýja aðila sem eru að byrja að vinna að starfsmenntun. I því sambandi var bent á að rekstrarkostnaður þeirra sé oft meiri en hinna sem lengra eru komnir. Frá því lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu öðluðust gildi hefur starfsmenntaráð úthlutað þrisvar sinnum úr starfsmenntasjóði. Einu sinni á árinu 1992 og tvisvar á árinu 1993. Á árinu 1994 er gert ráð fyrir einungis einni úthlutun. Á fyrsta starfsári laganna var úthlutað styrkj- um til 19 aðila. Á síðasta ári voru veittir styrkir til 34 aðila vegna 48 verkefna. Eitt af markmiðum starfs- menntunarlaganna er að bæta stöðu fólks á vinnumarkaði og þess sem er tímabundið utan hans til að afla sér starfsmenntunar, einkum þeirra sem hafa notið lítillar eða engrar starfs- menntunar. Þetta markmið á sér skýringu. Þegar unnið var að undir- búningi laganna kom fram að víða erlendis höfðu tækifæri einstaklinga til að nýta sér starfsmenntun verið könnuð. I Ijós kom að því lengri sem formleg skólaganga fólks er þeim mun meiri starfsmenntunar nýturþað síðar á ævinni. Framboð starfs- menntunar virtist frekar sniðið að þörfum langskólagengins fólks en hinna sem höfðu styttra nám að baki. Sama á við hér á landi. Hlutfallslega hafa starfsmenntaráði borist fáar umsóknir vegna námskeiða sem stefna að því að fjölga tækifærum ófaglærða fólksins til að afla sér sér- menntunar. Þetta hefur valdið von- brigðum. Þó eru vonir um að slíkum umsóknum fjölgi. Um þessar mundir er starfs- menntaráð að kalla eftir upplýsing- um um það hvernig styrkjum sem hefur verið úthlutað úr starfsmennta- sjóði hefur verið varið. Ákveðið er að leggja nokkra vinnu í fara yfir þær upplýsingar sem berast. Niðurstaðan verður leiðbeinandi fyrir framhaldið. Ef til vill leiðir hún í ljós að grípa verður til sérstakra aðgerða vegna þeirra sem hafa takmarkaða mögu- leika til starfsmenntunar og rann- sóknir sýna að eiga undir högg að sækja á vinnumarkaðinum. Heimildir: 1) Félagsmálaráðuneytið, Áhrif nýrrar tœkni, fjölrit, Reykjavík, 1985. 2) Félagsmálaráðuneytið, Áhrif nýrrar tœkni, erindi flutt á ráðstefnu í Borgartúni 6 28. nóvember 1987, fjölrit, mars 1988. 3) Starfsmenntun í atvinnulífinu, álitsgerð vinnuhóps sem falið var að gera tillögur um skipulag starfsmenntunar, óútgefið fjölrit, fé- lagsmálaráðuneytið, febrúar 1989. 4) Starfsmenntun í atvinnulífinu, álitsgerð, félagsmálaráðuneytið, febrúar 1989. 5) Niðurstaðan úr viðrœðum félagsmála- ráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins kemur fram í minnisblaði, dags. 23. febrúar 1989. Það er birt sem fylgiskjal með frum- varpi til laga um starfsmenntun íatvinnulífinu sem fyrst var lagt fyrir Alþingi á 112. lög- gjafarþinginu 1990. F élagsmálastj óri Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Eskifjarðar- kaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. Um er að ræða a.m.k. 70% starf. Æskileg menntun félagsráðgjöf eða sambærileg menntun. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á Eskifirði í síma 97-61175. I 07
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.