Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 46
FRÆÐSLUMÁL
Öflugri skóli á landsbyggðinni
Hafsteinn Karlsson, formaður Samtaka fámennra skóla
Stjórnvöld stefna að því að 1.
ágúst 1995 taki sveitarfélögin við
öllum rekstri grunnskólans. Að und-
anförnu hefur þetta talsvert verið rætt
og óhætt er að segja að menn greini
nokkuð á um hvort þessi ráðstöfun
verður skólastarfi til bóta. Eitt hygg
ég að allir séu þó sammála um og það
er að í framtíðinni vilja þeir efla starf
í íslenskum skólum og standa enn
betur að rekstri þeirra.
I þessari umræðu hafa málefni fá-
mennra skóla talsvert verið á vörum
manna. Ekki að ástæðulausu, því
oftlega hefur það heyrst að nokkuð
megi spara í skólamálum með því að
sameina nokkra litla skóla. Þessum
hugmyndum höfum við talsmenn fá-
mennra skóla reynt að svara með
skynsamlegum rökum enda er fátt
sem bendir til þess að nokkuð sparist
þegar á allt er litið.
Það skiptir miklu máli fyrir lands-
byggðina hvernig til tekst með
skólahald. Góður skóli er byggðinni
styrkur, en þar sem hann er látinn
drabbast eða er lagður niður má búast
við að byggð leggist af. Því er sú
vinna sem framundan er vegna
flutnings alls grunnskólans til sveit-
arfélaganna ákaflega mikilvæg og í
engu má rasa um ráð fram. Fjármálin
verða að vera gulltryggð og taka
verður tillit til þess að undanfarið
hafa fjárveitingar ríkisins til grunn-
skólans verið skornar svo við nögl að
skólahald er langt frá því að vera í
samræmi við gildandi grunnskóla-
lög. Að sjálfsögðu þarf einnig að
huga að launamálum kennara og
skólastjóra. Laun þeirra eru alltof lág
og það er óhætt að segja að launa-
kjörin standi skólastarfi og skólaþró-
un fyrir þrifum.
Eg sagði hér að ofan að allir vildu
sjá grunnskólann öflugri í framtíð-
inni en hann er nú. En er það raun-
hæft? Hefur ekki heldur sigið á
ógæfuhliðina á undanförnum árum?
Er nokkur ástæða til að ætla að
ástandið batni? I samningaviðræðum
sveitarfélaganna við ríkið um yfir-
töku grunnskólans mega sveitar-
stjórnarmenn í engu gefa eftir. Þeir
verða að hugsa um hag allra sveitar-
félaga í landinu, stórra og smárra. En
það opnast líka ýmsir möguleikar
varðandi skólahald á landsbyggðinni
við það að færa grunnskólann til
sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa
haft rekstur leikskóla, vinnuskóla og
tónlistarskóla á sinni könnu. Þegar
grunnskólinn bætist við má hugsa sér
að rekstur þessara stofnana yrði að
nokkru leyti sameinaður. Nú er ekki
óalgengt að tónlistarskólinn deili
húsnæði með grunnskólanum. Þar
fær hann að taka nemendur úr tímum,
hann nýtir tæki grunnskólans, kenn-
arastofu o.s.frv. Samt eru þetta tvær
stofnanir og af því leiðir töluvert
fjárhagslegt og skipulagslegt óhag-
ræði. Einnig hefur talsvert verið um
það að leikskóli fái aðstöðu í hús-
næði grunnskólans. Því ekki að sam-
eina þessar stofnanir og mynda
þannig eina ötluga heild sem sæi um
að mennta ungviðið? Slík sameining
hefði í för með sér hagræðingu í
rekstri og stjórnun og mun öflugri
stofnanir. Hún væri líklegri til að
tryggja áframhaldandi rekstur þeirra
en sú skipan sem nú er. í slíkum
stofnunum mundi samheldni þeirra
faghópa sem í þeim starfa aukast og
sérmenntað og sérhæft starfsfólk
nýtast betur. Með samþjöppun þess-
ara menntastofnana má tryggja
skólahald í strjálbýli í stað þess að
láta fjara undan því vegna fjárhags-
legs óhagræðis. Þessi leið er mun
vænlegri til árangurs við hagræðingu
en fækkun grunnskóla í landinu. Hin
síðarnefnda hefði í för með sér aukið
misrétti barna landsins til náms. Eg
er ekki í vafa um að sveitarstjórnar-
menn hafa mikinn áhuga á jafnrétti
barna til náms, án tillits til hvar þau
búa á landinu. Það er án efa betur
tryggt á þennan hátt en með því að
sameina skóla og þar með að fækka
þeim.
Víða um land eiga hugmyndir af
þessu tagi miklu fylgi að fagna enda
má segja að í þeim eygi menn nýja
von til að efla skólahald í strjálbýli.
Það má segja að á undanförnum
árum hafi sveitarfélögin verið að
108