Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 47
FRÆÐSLUMÁL fikra sig áfram að þessu marki með því að setja þær undir eitt þak. Einnig væri mögulegt að sameina vinnuskólann og grunnskólann. Sá fyrrnefndi starfar á þeim tíma sem hinn starfar ekki og því liggur það beint við. Auðvitað má einnig hugsa sér fullorðinsfræðslu og námskeiða- hald undir þessum sama hatti. Með þessu móti getur flutningur grunn- skólans til sveitarfélaganna orðið til þess að efla hann á landsbyggðinni. Upp risi stofnun sem hefði fjölþætt mennta- og uppeldishlutverk. Að- stæður eru vitaskuld æði misjafnar í sveitarfélögunum og verður að taka tillit til þeirra á hverjum stað. Þeir sem kosnir verða til sveitar- stjórna í vor koma til með að taka við grunnskólanum frá ríkinu. Sveitar- stjórnarmenn eru að taka yfir afar víðfeðman málaflokk og það þarf mikla kunnáttu og góðan vilja til að koma honum farsællega í höfn. Hann krefst einnig sérþekkingar á sumum Vesturhópsskóli í Þverárhreppi í Vestur - Húnavatns- sýslu. Ljósm. U. Stef. sviðum. Hlutverk sveitarstjórna gagnvart grunnskólanum verður nú ekki einungis fólgið í að sjá honum fyrir húsnæði og búnaði, heldur þurfa þær að huga að ýmsum málum sem hafa mikil áhrif á innra starf skólans, s.s. eins og tímaúthlutun og sér- kennslumál. Sveitarstjórnarmenn þurfa því að koma sér upp skólapóli- tískri sýn, þeir þurfa að setja sig vel inn í skólamál svo að ákvarðanir þeirra verði skólanum til framdráttar. Þeir verða að vanda sig, grunnskól- inn er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins. Hann er viðkvæmur og það er auðvelt að skemma en getur verið erfiðara að byggja upp aftur. Sveitarstjómarmenn verða því að leita á þau mið þar sem þekkingin á skólamálum er fyrir hendi, til skóla- stjóra og kennara. Samtök fámennra skóla eru að sjálfsögðu reiðubúin til að veita allan þann stuðning sem hugsast getur til að leiða málið far- sællega til lykta. STOFNLANADEILD LANDBUNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík. Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1995 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar svo og.veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráœtlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar um- sækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1995 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó að framkvœmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.