Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 49

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 49
UMHVERFISMÁL B. Framkvæmdir sem háðar eru mati á umhverfis- áhrifum þegar þær kunna að hafa umtalsverð um- hverfisáhrif Umhverfisráðherra er heimilt að ákveða að meta þurfi umhverfisáhrif annarra framkvæmda. Fer það þá eftir framkvæmdarstað, eðli framkvæmdar eða umfangi hversu umtalsverð umhverfisáhrif hennar eru talin kunna að vera og þá hvort meta þurfi þau. Áður en ráðherra úrskurðar um hvort framkvæmd sé matsskyld skal hann leita álits skipulagsstjóra og umsagnar fram- kvæmdaraðila. leyfisveitanda og hlutaðeigandi sveitar- stjórnar. í reglugerð nr. 179/1994, um mat á umhverfisáhrif- um, er viðmiðunarlisti yfir framkvæmdir sem gæti þurft að meta. Ber framkvæmdaraðila og/eða viðkomandi leyfisveitanda að tilkynna slíkar framkvæmdir til um- hverfisráðherra telji þeir að þær kunni að valda um- talsverðum umhverfisáhrifum. Almenningi er einnig heimilt að tilkynna framkvæmd til ráðherra og fara fram á að umhverfisáhrif skuli metin. Framkvæmdaraöili metur sjálfur um- hverfisáhrif framkvæmdar Framkvæmdaraðili metur sjálfur eða fær hæfa aðila til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar og gerir grein fyrir þeim forsendum sem að baki matinu liggja. Full- nægjandi yfirlit yfir hverja framkvæmd fæst því aðeins að forsendum, hönnun. byggingu og rekstri sé lýst til hlítar og valkostir sem til greina koma séu bornir sam- an. Meðal þeirra atriða sem gera þarf grein fyrir er hvernig mannvirki muni líta út, úr hverju er byggt, staðarvali og hvernig það fellur að samþykktu skipu- lagi. Auk þess skal tilgreina þau áhrif sem fram- kvæmdin og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á dýr, plöntur, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, jarðmyndanir, landslag og samverkan þessara þátta. Einnig skal lýsa áhrifum hennar á ntenningu og samfélag. Með áhrifum er bæði átt við æskileg og óæskileg áhrif. Á næstunni mun Skipulag ríkisins gefa út leiðsögureglur um nánari útfærslu matsins. Afgreidsla matsskyldra framkvæmda hjá Skipulagi ríkisins Afgreiðsla Skipulags ríkisins á mati á umhverfís- áhrifum skiptist í tvo þætti, frumathugun og aðra at- hugun. Frumathugun Frumathugun hefst þegar framkvæmdaraðili sendir skipulagsstjóra tilkynningu um framkvæmd (1. mynd). Hann skal tilkynna framkvæmdina eins snemma á undirbúningsstigi og kostur er. Með tilkynningunni fylgir lýsing á framkvæmdinni, ráðgerðri hönnun, hugsanlegri umhverfisröskun og fyrirhuguðum ráð- stöfunum til að draga úr henni. Jafnframt skulu koma fram markmið framkvæmdar og ef við á upplýsingar um hvernig markmið falla að stefnumörkun stjórn- valda, ásamt upplýsingum um aðra kosti sem kannaðir hafa verið í sambandi við staðarval eða tilhögun fram- kvæmdar, eftir því sem við á. Skipulagsstjóri birtir innan tveggja vikna tilkynningu um framkvæmdina. Almenningi, fyrirtækjum og opin- berum aðilum sem málið varðar gefst þá tækifæri til að kynna sér framkvæmdina og korna með athugasemdir innan fimm vikna frá birtingu tilkynningarinnar. Við frumathugun er einnig leitað eftir athugasemdum frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum er hafa þriggja vikna frest til að skila þeim. Það er háð framkvæmd til hvaða umsagnaraðila er skylt að leita en alltaf verður leitað til viðkomandi sveitarstjórna og Náttúruverndarráðs. Síðan verður, eftireðli máls, leitað til Hollustuverndar rfkisins, fornleifanefndar Þjóð- minjasafns eða annarra stofnana. Með samráði við lög- bundna umsagnaraðila við frumathugun fæst mat á þeim upplýsingum er bárust frá framkvæmdaraðila. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri birti til- kynningu framkvæmdaraðila kveður hann upp rök- studdan úrskurð um hvort: 1. mynd Frumathugun hjá skipulagsstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.