Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 51

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 51
UMHVERFISMÁL Ný mengunarvama- reglugerð Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins Inngangur Fyrir um það bil fjórum árum birt- ist grein hér í Sveitarstjómarmálum eftir sama höfund í tilefni þess að fyrsta mengunarvarnareglugerð á Is- landi hafði þá nýlega öðlast gildi. Þótt nokkrar breytingar hafi í tímans rás verið gerðar má segja að hún hafi fram að því að núverandi reglugerð nr. 48/1994 öðlaðist gildi staðið mikið til óbreytt. Umfangið eitt gefur strax til kynna að nú sé um miklar breytingar að ræða. Nýja reglugerðin er með við- aukum 124 blaðsíður en sú sem áður gilti var einungis 19. Astæðan fyrir þessum miklu breytingum er sú að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur öðlast gildi. Með aðild tókum við á okkur skuldbindingar um að setja inn í lög og reglugerðir hér á landi sam- bærileg ákvæði um mengunarvarnir og er að finna í þeim tilskipunum og reglugerðum ESB sem eru hluti samningsins. Þessi ákvæði eru nú í nýrri mengunarvamareglugerð. Það gefur augaleið að ekki er unnt í stuttri grein að gera tæmandi skil þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Því verður hér á eftir stiklað á stóru og aðeins fjallað um helstu atriði. Sveitarstjómarmönnum og öðrum sem málið varðar er bent á að kynna sér rækilega ákvæði nýrrar mengun- arvamareglugerðar því óumdeilt er að hér er um svið að ræða sem varðar sveitarstjómir og allan atvinnu- rekstur í landinu mjög miklu. Gildissviö, skilgreining og eftirlit Gildissvið reglugerðarinnar er nokkuð útvíkkað frá því sem áður var. Starfsemi og framkvæmd, sem fellur undir lög um varnir gegn mengun sjávar og reglugerðir um olíumengun sjávar, er ekki lengur undanskilin. Nú nær reglugerðin til allrar mengunar nema jónandi geisl- unar og þeirrar sem fellur undir lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Talsvert hefur bæst við af skil- greiningum á hlutum og hugtökum frá fyrri reglugerð en ekki er ástæða til að fjalla frekar um þær hér. Fyrirkomulag eftirlits er óbreytt. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar- innar undir yfirumsjón Hollustu- verndar ríkisins. Hollustuvernd rík- isins hefur þó allt eftirlit með atvinnurekstri sem stofnunin veitir starfsleyfi. Þótt fyrirkomulag eftir- litsins sé óbreytt er gert ráð fyrir talsvert auknu eftirliti. Auka þarf mælingar á vatns- og loftmengun og halda skrá yfir losun mengunarefna, magn og meðferð úrgangs og fleira. Heilbrigðisnefnd skal reglulega gefa út stöðuskýrslu um ástand mála á sínu svæði. Hollustuvemd ríkisins dregur niðurstöður saman, bætir við og gefur út stöðuskýrslur fyrir landið í heild. Hollustuvernd ríkisins sér ennfremur um, með hliðsjón af samningi um Evrópskt efnahags- svæði, að senda eftirlitsstofnun EFTA upplýsingar um stöðu mála. Varnir gegn vatnsmengun Öll losun mengandi efna í vatn er nú óheimil án tilskilinna leyfa. Sett- ar eru fram reglur til að draga úr los- un tiltekinna hættulegra efna. Sett eru viðmiðunarmörk fyrir losun þeirra frá iðnaði og gæðamarkmið fyrir viðtaka sem efnin eru losuð í. Akvæði um vamir gegn mengun viðtaka af völdum fráveituvatns eru ekki ósvipuð þeim sem voru í fyrri útgáfum mengunarvarnareglugerðar. Eins og áður skulu sveitarstjómir og skipulagsyfirvöld flokka viðtaka í svæði sem ekki njóta sérstakrar vemdar og svæði sem sérstaka þýð- ingu hafa vegna útivistar eða nátt- úruvemdar. Ekki er gert ráð fyrir að leiða fráveituvatn út í náttúruvernd- ar- og útivistarsvæði en þó getur heilbrigðisnefnd heimilað það tíma- bundið ef sérstakar ástæður mæla með og að höfðu samráði við Holl- ustuvemd ríkisins. Ákvæði nýrrar mengunarvarna- reglugerðar gera í reynd ekki ráð fyrir að lausnir fráveitumála séu mjög frábrugðnar þeim sem eldri reglugerð kvað á um. Búnaður til að framkvæma 1. stigs hreinsun þarf þó að vera fullkomnari. 1. stigs hreinsun þarf að lækka BOD, gildi

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.