Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 55
UMHVERFISMÁL ákvæðum í starfsleyfum og aðgerð- um flýtt. Eftirlit þarf að auka. Hingað til hefur eftirlit ekki verið með þeim hætti sem mengunarvarnareglugerðir hafa kveðið á um. Astæðan er ein- föld. Hollustuvernd ríkisins, sem er mengunarvamastofnunin hér á landi, hefur ekki verið sköpuð sú aðstaða sem til þarf. Þetta hefur m.a. haft þær afleiðingar að ekki hefur verið hægt að sinna yfirumsjónarhlutverk- inu og aðstoð við eftirlit sveitarfé- laganna í þeim mæli sem æskilegt hefði verið. Borið saman við meng- unarvarnastofnanir annars staðar á Norðurlöndum er fjöldi starfsmanna hér á landi mjög lítill, að sjálfsögðu miðað við íbúafjölda. Það sama kemur í ljós ef starfsmannafjöldi mengunarvamastofnana ýmissa annarra þjóða, sem við gjaman berum okkur saman við, er skoðaður. Það stoðar lítt að segja, eins og oft heyrist, að mengun sé ekki vandamál á Islandi. Þeir sem svo tala gera sér ekki grein fyrir hvaða verkefni um er að ræða. Þau eru ekki bundin meng- unarstiginu nema að litlu leyti. I mengunarvarnastofnun er fjallað um og haft eftirlit með stórum hluta allr- ar starfsemi og framkvæmda í land- inu. Aætlað hefur verið að einungis vegna ákvæða, sem nú koma ný inn í reglugerð, þurfi að meðaltali að bæta við hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga hálfu stöðugildi á hverju svæði og hjá Hollustuvemd ríkisins 2 til 3 stöðugildum. FRÁ LANDSHLUTASAM- TÖKUNUM Hjalti Jóhannesson framkvæmdastjóri EYÞINGS Hjalti Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EYÞINGS Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum frá 1. mars. Hjalti er fæddur á Akureyri 1. nóv. 1962 og eru for- eldrar hans Anna Hermannsdóttir húsfreyja og Jó- hannes Hermund- arson húsasmiður. Hann ólst upp á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1983 og BS-gráðu í landafræði frá Háskóla íslands árið 1987, hóf fram- haldsnám í landafræði við York- háskóla í Toronto í Kanada árið 1988, lagði stund á hagræna landa- fræði og byggðaskipulag og lauk námi með MA-gráðu í landafræði haustið 1990. Hjalti vann við kortagerð og aðra landafræðivinnu hjá Landkostum á Selfossi 1987-1988 og sem deildar- sérfræðingur hjá samgönguráðu- neytinu 1990-1992. Árið 1992 ann- aðist hann stundakennslu við Háskólann á Akureyri og hefur unnið sjálfstætt að gerð skýrslna og kann- ana fyrir Háskólann á Akureyri, Byggðastofnun og Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Árið 1993 vann hann fyrir skipulagsdeild Akureyrarbæjar og sem verkefnisstjóri fyrir um- dæmanefnd EYÞINGS um samein- ingu sveitarfélaga. Hjalti á sæti í ferðanefnd Ferðafé- lags Akureyrar. EYÞING hefur aðsetur á Akureyri og er heimilisfang þess Strandgata 29, pósthólf 240, 602 Akureyri. Sveitarstjórnir - byggingarfulltrúar Mat á umhverfisáhrifum Lög nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum koma til framkvæmda 1. maí 1994. Eftir það verður óheimilt að veita leyfi til framkvæmda, hefja framkvæmdir eða staðfesta skipu- lagsáætlanir samkvæmt skipulagslögum nr. 19/1964, ásamt síðari breytingum, nema ákvæða laga nr. 63/1993 og reglu- gerðar hafi verið gætt. Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð um mat á umhverfisáhrifum þar sem m.a. er að finna nánari ákvæði um matsskyldu, frumathugun og frekara mat á umhverfisáhrifum. Hjá embætti skipulagsstjóra ríkisins er unnið að almennum leiðsögureglum, sem einkum eru ætlaðar framkvæmdaaðilum og ráðgjöfum þeirra, um tilhögun mats, tengsl við önnur lög og reglugerðir og viðurkennda starfshætti. Nánari upplýsingar veita Halldóra Hreggviðsdóttir og Þór- oddur F. Þóroddsson hjá Skipulagi ríkisins. SKIPULAG RÍKISINS LAUGAVEGI166,105 REYKJAVÍK-S. 624100

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.