Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 61

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 61
TÆKNIMÁL Þjónusta Varmaverks hf. við veitur Jónas Matthíasson framkvœmdastjóri Fyrirtækið Varmaverk hf. var stofnað árið 1985 í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sínum þríhliða þjónustu: • Tæknilega ráðgjöf • Útvegun á búnaði • Uppsetningu, prófun og af- hendingu Verksvið fyrirtækisins er vél-, stjóm- og mælibúnaður. Viðskiptavinir eru veitustofnanir og sjálfstæð fyrirtæki sem hafa með höndum iðnað, úrvinnslu landbún- aðarafurða, útgerð, fiskverkun, fiski- mjölsframleiðslu, fiskeldi o.s.frv. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli sveitarstjóma á þeirri þjónustu sem við höfum sérstaklega á boðstólum þeim til handa. Hitaveitur hafa frá upphafi verið aðalviðskiptavinir fyrirtækisins og verkefnin tengst dælu-, stjóm- og mælibúnaði og verður ekki frekar fjölyrt um þann þátt hér. A síðari ámm hafa augu okkar í vaxandi mæli beinst að vatns- og fráveitum og sorpbrennslu. Hér á eftir verður farið nokkmm orðum um tvö fyrmefndu sviðin. Vatnsveitur Fólki finnst sjálfsagt að fá hreint og heilnæmt vatn og nóg af því og víðast hvar er þess kostur. A hinn bóginn verður því ekki neitað að sums staðar er ónóg vit- neskja um ástand veitukerfisins. Víða fer vatn til spillis vegna leka og notendur em því miður oft á tíðum harla skeytingarlausir í vatnsnotkun sinni. Við þessu er gjaman brugðist með auknum vatnsveituframkvæmdum, ný vatnsból virkjuð, nýjar aðveitu- æðar lagðar, dælum bætt við til að auka þrýsting o.s.frv. Ef veiturnar hefðu betri mælibún- að þá ættu þær þess kost að fylgjast betur með veitukerfum sínum. Varmaverk hf. hefur á boðstólum rafræna rennslismæla sem sýna rennsli í sekúndulítrum og einnig Fischer & Porter rennslismælir. Mælirinn gefur upp vatnsrennsii í l/sek. 123

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.