Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 64
HEIÐURSBORGARAR Steindór Steindórsson frá Hlöðum heiðursborgari Akureyrarbæj ar Steindór Steindórsson flytur þakkarávarp eftir aö honum haföi veriö afhent heiöurs- borgarabréfiö. Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri, Halldór Jónsson bæjarstjóri, Gunnar Steindórsson, sonur Steindórs, Guörún Sigbjörnsdóttir, kona Gunnars, og Sigurður J. Sigurösson, forseti bæjarstjórnar, lengst til hægri. Ljósmyndina tók Páll A. Pálsson, Akureyri. Á aukafundi hinn 16. janúar sl. kaus bæjarstjórn Akureyrar Steindór Steindórsson frá Hlöðum heiðurs- borgara bæjarins. í samsæti, sem Steindóri og fjöl- skyldu hans var haldið að kvöldi sama dags, var honum afhent heið- ursborgarabréf því til staðfestingar. Á heiðursborgarabréfið, sem er undirritað af öllum bæjarfulltrúum og bæjarstjóra, er letrað: „í þakklætis- og virðingarskyni fyrir afrek þín í þágu lands og þjóðar og fyrir að hafa með störfum þínum og búsetu aukið veg og reisn Akur- eyrar hefur bæjarstjóm Akureyrar einum rómi kjörið þig heiðursborg- ara bæjarins frá og með 16. janúar 1994.“ Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði heiðurs- borgarann í hófinu og gerði grein fyrir helstu störfum hans. Steindór er fæddur árið 1902 og er náttúrufræðingur að mennt, var kennari við Menntaskólann á Akur- eyri 1930-1966 og skólameistari árin 1966-1972. Hann átti sæti í bæjarstjórn Akur- eyrar 1946-1958 eða í 12 ár og sat þar af 10 ár í bæjarráði. Hann sat í mörgum nefndum á vegum bæjarins, s.s. í sögunefnd, í Lystigarðsstjóm og í stjóm Laxárvirkjunar, sat í stjómum og var formaður ýmissa félaga í bænum, s.s. Norræna félagsins og Ferðafélags Akureyrar. Þá starfaði hann í stjómum Skógræktarfélags Eyfirðinga og Ræktunarfélags Norð- urlands. Steindór hefur samið og gefið út einn eða með öðrum mörg rit, þar á meðal kennslubækur og fræðirit á sviði grasafræði, landa- fræði og sagnfræði, var ritstjóri tímaritsins Heima er best og Al- þýðumannsins. Hann hefur þýtt fjöl- mörg rit, m.a. Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar. Hann sat á sumarþinginu 1959 og hafði áður tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Alþýðuflokk- inn. I þakkarávarpi, sem Steindór flutti er honum hafði verið afhent heiðurs- borgarabréfið, hvatti hann forráða- menn bæjarins til að halda vöku sinni og kvaðst óska þess að Akureyri yrði áfram bær fegurðar og friðar, menntunar og menningar. Steindór er áttundi heiðursborgari Akureyrarbæjar. Áður hafa eftirtaldir menn verið kosnir heiðursborgarar bæjarins: Séra Matthías Jochumsson skáld 1920; Finnur Jónsson prófessor 1928; Jón Sveinsson (Nonni) rithöf- undur 1930; Oddur Bjömsson prentmeistari 1935; Margrethe Schiöth frú 1941; Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skáld 1955 og Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri 1974. WÍBEÚFlLLI Sími 68 55 22 ÞJÓNU^TA í 50 AR ÖV 05 i viánNprd 26 Q£ 89 mS nmam V__________) 126

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.