Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 67
Vantar þig rafmagn í sumarbústaðinn? Afsláttur tengigjalda 1994 Rafmagnsveitur ríkisins hafa undanfarin tvö ár veitt afslátt á tengigjöldum í sumarhús í skipulögðum hverfum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nú hefur verið ákveðið að veita slíkan afslátt í þriðja og síðasta sinn sumarið 1994. Meginforsendur þessa af- sláttar eru sem fyrr, að hægt sé í samráði við umsækjendur að ná fram aukinni hag- kvæmni í framkvæmdum. Lágmarksgjald, kr. 167.000 (án vsk) lækkar um 32.000 kr, í 135.000 kr eða um tæp 20%. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir afslættinum: 1. Afsláttur er aðeins veittur ef um er að ræða skipulagt sumarhúsahverfi sem þegar hefur verið rafvætt að einhverju leyti. 2. Um ný hverfi sem ekki hafa verið rafvædd enn, verður fjallað sérstaklega og fer ákvörðun um afslátt m.a. eftir fjölda umsækjanda í hverju tilviki og þéttleika byggðar. 3. Umsókn um heimtaug þarf að berast fyrir 15. maí 1994. 4. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa svör um afslátt í lok maí. 5. Ganga þarf frá greiðslu tengigjalda fyrir 10. júní 1994. Auk staðgreiðslu, er umsækj- endum boðið að greiða tengigjöld með raðgreiðslum (VISA/EURO) á allt að 18 mánuðum. 6. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði umsækjenda og Rafmagnsveitn- anna. Umsækjendur í hverju hverfi tilnefni tengilið. 7. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, sam- kvæmt gildandi skilmálum í gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 5. 8. Afsláttur þessi gildir til haustsins 1994, meðan aðstæður vegna tíðarfars o.fl. leyfa að mati Rafmagnsveitnanna. Umsækjendum frá fyrra ári sem ekki fengu afgreiðslu 1993, er bent á að endurnýja umsóknir sínar. 20. mars 1994 RAFMAGNSVEITUR RIKISINS lifandiafl

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.