Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 16
maður stjórnar Byggðasafns Ámes- inga, Jón Gunnar Ottósson, oddviti Stokkseyrarhrepps, tók síðan við rekstri þess fyrir hönd safnsins og lýsti sýningar þess formlega opnað- ar. Flutningur Byggðasafnsins í Hús- ið opnar mikla nýja möguleika í rekstri þess. Það er Eyrbekkingum fagnaðarefni að safnið er flutt í sveitarfélagið og mál manna að þetta sögulega þorp með fjölda upp- gerðra gamalla húsa skapi umgjörð sem hæfir safninu. Sjóminjasafniö á Eyrar- bakka Samtýnis við Húsið er Sjóminja- safnið á Eyrarbakka, sem er minja- safn rekið af Eyrarbakkahreppi. Fyrstu áform um stofnun minjasafns á Eyrarbakka komu fram hjá Eyr- bekkingafélaginu í Reykjavík 1941 og var stofnaður sérstakur sjóður til að hrinda þeim áformum í fram- kvæmd. Reist skyldi sjóbúð með öllu tilheyrandi og áformað að smíða áraskip eins og þau tíðkuðust um aldamótin síðustu. Fjárskortur nrun hafa staðið í vegi fyrir að af þessu yrði. Árið 1954, þegar söfnunarstarf til Byggðasafns Árnesinga á Selfossi hófst, reis Sigurður Guðjónsson, skipstjóri á Litlu-Háeyri, upp og skrifaði hreppsnefnd Eyrarbakka- hrepps bréf þar sem hann hvatti til þess að reynt yrði að spoma við því að allir merkir gripir yrðu fluttir á Selfoss, nær væri að koma upp safni á Eyrarbakka. Þetta bréf var sent sem dreifibréf til allra þorpsbúa, en það var þó ekki fyrr en 1962 að hreppsnefndin kaus sérstaka Brennivinsáman úr Vesturbúöinni. Beitningaskúrinn sem byggöur var áriö 1925. byggðasafnsnefnd. Árið 1965 gerði byggðasafns- nefndin að tillögu sinni að byggða- safn á Eyrarbakka yrði nefnt Sjó- minjasafnið á Eyrarbakka og jafn- framt var sótt um lóð fyrir safn- byggingu. Þá var einnig hafin söfn- un muna til safnsins og mun Sigurð- ur Guðjónsson hafa verið í forsvari fyrir þeirri söfnun. 206

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.