Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 17
SOFN 1915 fyrir Pál Grímsson, útvegs- bónda í Nesi í Selvogi. Farsæll er sýndur með öllum búnaði, rá og reiða. Báturinn er tólfróinn teinær- ingur og er með svokölluðu Steins- lagi, sem Steinn Guðmundsson þró- aði á sinni skipasmíðaævi, en talið er hann hafi smíðað á milli fjögur og fimm hundruð skip og báta á sinni ævi. Bátar með Steinslagi þóttu henta sérlega vel í brimver- stöðvunum á Stokkseyri og Eyrar- bakka og í Þorlákshöfn og Selvogi. Þá er í eigu Sjóminjasafnsins beitningaskúr sem Bjarni Jóhanns- son, skipstjóri og fiskverkandi, gaf safninu fyrir nokkrum árum. Beitn- ingaskúrinn var byggður árið 1925 en þá var blómaskeið vélbátaútgerð- ar á Eyrarbakka. Húsið var fyrst nýtt sem geymsla og saltfiskhús og voru aðgerðarstíur framan við það. Allsérstæð klæðning er á vesturhlið hússins. Lítill árabátur hefur verið tekinn og flattur út og negldur þan- nig upp á vegginn. Við viðgerð á húsinu var ákveðið að láta þessa sérstöku klæðningu halda sér. Stefnt er að því að setja upp í beitninga- skúrnum sýningu um sögu vélbáta- útgerðar á Eyrarbakka. Sjóminjasafniö á Eyrarbakka. Um nokkurt árabil var Sjóminja- safnið á Eyrarbakka í umsjá Sigurð- ar Guðjónssonar og sveitarfélagið hafði ekki fonnleg afskipti af starf- semi þess. Sérstakt samkomulag var gert milli Sigurðar og Eyrarbakka- hrepps árið 1984 þar sem hann af- henti safnið hreppnum. Safnið er sjálfstæð stofnun í eigu og umsjá Eyrarbakkahrepps og er í sérstöku Áraskipiö Farsæll meö Steinslagi á sjóminjasafninu. Greinarhöfundur tók myndirnar. húsi sem var byggt yfir það í áföng- um frá 1969 til 1989. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka var svo opnað formlega fyrir almenning 17. júní 1989 og hefur verið opið sumarlangt á hverju ári síðan. Merkasti safngripurinn í Sjó- minjasafninu er áraskipið Farsæll sem Steinn Guðmundsson, skipa- smiður á Eyrarbakka, smíðaði árið 207

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.