Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 23
HÚSNÆÐISMÁL Ibúöarhús Búseta viö Tröllagil 11-17 á Akureyri. Ljösm. Hallgrímur Einarsson. gerist hér á landi en lausnirnar eru gjörólíkar þeim íslensku. Samstarf við félagasamtök er þar lykilatriði og til marks um þá þróun þá taka félagasam- tök stöðugt að sér fleiri og fleiri þjón- ustuverkefni sem sveitarfélög hafa sinnt fram að þessu, s.s. rekstur leik- skóla og umönnunarþjónustu fyrir aldraða. Þar telja nienn farsælla að „félagavæða" ýmsa þjónustuþætti í stað þess að fela þá einkaaðilum, en þar sem hér glíma sveitarfélögin við stöðugt aukin útgjöld. í Bretlandi hefur átt sér stað einkar athyglisverð þróun í þessa sömu veru. I byrjun níunda áratugarins átti að einkavæða það íbúðarhúsnæði seni sveitarfélögin höfðu uniráð yfir, þ.e. íbúarnir sjálfir keyptu íbúðirnar. Niðurstaðan varð hins vegar sú að húsnæðisfélög, bæði eldri félög og ný, tóku yfir stóran hluta af þessum fbúð- um og stjórnvöld og íbúar hafa verið ánægðir með þá skipan mála. Þjónustusamningur Búseta og Reykja- víkurborgar Allt frá stofnun Búseta fyrir 12 árum hefur verið leit- að eftir samstarfi við sveitaifélög um húsnæðismálin. Á nokkrum stöðum áttu forsvarsmenn í sveitarstjórnum frumkvæði að stofnun búsetafélaga og í sveitarfélögum eins og Akranesi, Bessastaðahreppi, Húsavík og Nes- kaupstað var um að ræða framvísun lánsfjárloforða til Búseta. félagi. Hér eru nefnd þau helstu: - Sveitarfélagið ekki lengur bundið af kaupskyldu hvort sem íbúðir seljast eða ekki. - Vinnuálag ætti mjög að minnka á skrifstofum sveit- arfélaganna vegna verkefnaflutnings. - Hagkvæmari lán til búsetafélaga, bæði almenn lán og félagsleg lán og íbúar hafa auk þess rétt á vaxtabótum og húsaleigubótum. - Aðeins veitt eitt lán til hverrar íbúðar og því engin endurfjármögnun og aðeins hluti íbúðarverðsins gengur Mikill niðurskurður lána af hálfu húsnæðismálastjómar til búsetafélaga undanfarin ár stöðvaði þessa þróun, en á þessu ári var hins vegar gengið frá sérstökum þjónustusamningi milli Reykjavíkurborgar og Búseta í Reykjavík, þar sem félagið tekur að sér viðhald og rekstur 100 íbúða á vegum borgarinnar. Þessi samningur markar vonandi upphafið að stórauknu samstarfi milli búsetafélaga og sveitarfélaga uni land allt og er fyrsta merkið uni hliðstæða þróun hér á landi og hefur átt sér stað allt í kringum okkur. Kostir búsetaformsins fyrír sveitarfélög Nefna má mörg atriði sem leiða lil þess að búsetaformið ætti að vera mjög fýsilegur kostur í hverju sveitar- Búsetahús vlö Hamrafell 4 I Fellabæ. Ljósm. Jósef L. Marlnósson. 2 1 3

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.