Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 34
MÁLEFNI ALDRAÐRA Hlutverk sveitarfélaga í framtíðar- skipan öldrunarþjónustu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Erincli flutt á ráðstefiiu um öldrunarþjÓ7itistu - rekstur oggceði -17. mars 1995 Ráðstefnustjóri, félagsmálaráðherra, góðir ráðstefnugestir. Árið 1979, eða fyrir 16 árum, hélt Sam- band íslenskra sveitarfélaga ráðstefnu um málefni aldraðra. Niðurstöðu af umræðum þeirrar ráðstefnu má draga saman í megin- atriðum og fróðlegt er að bera hana saman við stöðuna nú. Á ráðstefnunni var aðaláherlsan lögð á að aldraðir fengju að búa og dveljast sem lengst í því umhverfi sem þeir þekkja og við þær aðstæður sem þeir hafa vanist. Það takmark næðist með framkvæmd mark- vissrar heimilisþjónustu og heimahjúkrun og drægi úr dvöl á stofnunum um lengri eða skemmri tíma. Slík skipan hentaði hinum öldruðu vel og sparaði þjóðfélag- inu fjármuni. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að anna vistunarþörf aldraðra með byggingu íbúða og dvalar- og hjúkrunar- heimila. í þessum efnum þyrftu að vera valkostir og staðarval ákveðið þannig að aldraðir einangruðust ekki en yrðu áfram í snertingu við daglegt líf. Af sumum var talið að skipulag og samvinna hinna ýmsu aðila, sem að öldrunarmálum starfa, væri í molum þannig að vistunarrými sem fyrir hendi væri nýttist ekki á hagkvæman hátt. Nauðsynlegt væri að koma á heildar- stjórn þessara mála í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og þeirra sjálfseignarstofnana og einkaaðila sem að þessum málum vinna. Þó kom fram skoðanamunur um hversu langt slík samvinna eða samstarf skyldi ganga og hversu bindandi það skyldi vera. Ennfremur var fjallað um það á ráðstefnunni að ein- staklingurinn hefði sem mest frjálsræði, þ.e. að hann ætti sem mest val um það sjálfur hvort hann nyti aðstoð- ar í heimahúsum eða ætti kost á dvöl í íbúð eða á stofn- un. Fróðlegt verður að bera saman niðurstöðu umræðna á ráðstefnunni fyrir 16 árum við umræður þeirrar ráð- stefnu sem við sitjum í dag. Líklegt er að áherslumar verði nokkuð samhljóða þó að margt hafi verið vel gert og mikið áunnist. Hlutverk sveitarfélaganna Samkvæmt lögum gegna sveitarfélögin á íslandi mikilvægu hlutverki varðandi fram- kvæmd málefna aldraðra. Ákvæði um hlut- verk og skyldur sveitarfélaganna er fyrst og fremst að finna í sveitarstjómarlögum, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum unt málefni aldraðra. Auk þess leggja lög um heilbrigðisþjónustu ákveðnar skyldur á sveitarfélögin, sem lúta að skipu- lagningu heilbrigðisþjónustunnar og upp- byggingu sjúkrastofnana, sem í eðli sínu er nátengd þjónustu við aldraða. Samkvæmt lögunum felst skilgreint hlutverk sveitarfé- laganna m.a. í því að: • sveitarfélög skulu stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má og að jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf, • sveitarfélög skulu leitast við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða, • sveitarfélög skulu skipuleggja félagslega heimaþjón- ustu fyrir aldraða, • sveitarfélög skulu sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélögunum eftir þörfum. Þessum verkefnum sinna sveitarfélögin með fjöl- breytilegum hætti, er tekur mið af aðstæðum og þörfum á hverjum tíma og í hverju sveitarfélagi um sig. Algengt er að sveitarfélögin hafi samvinnu sín í milli og sam- vinnu við félagasamtök og sjálfseignarstofnanir um verkefni á sviði öldrunarmála og samstarf ríkis, sveitar- félaga og félagasamtaka um uppbyggingu og fram- kvæmd öldrunarþjónustunnar er mjög mikilvægt. Verkefni sveitarfélaga við framkvæmd öldrunarþjón- ustunnar hafa vaxið mjög mikið á undanfömum árum og jafnframt hefur kostnaður sveitarfélaganna vegna þess málaflokks aukist verulega. I því sambandi er sérstök ástæða til að nefna hina miklu aukningu sem orðið hefur í félagsstarfi aldraðra og sveitarfélögin styrkja með margs konar hætti. í heildina tekið er áætlað að árlegur rekstrarkostnaður 224

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.