Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 36

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 36
MALEFNI ALDRAÐRA • að kveðja fólk til starfa í þjónustuhópi aldraðra, • að gera tillögu um fjölda starfsfólks í heimaþjón- ustu, • að sjá til þess að fylgt sé ákvæðum staðla og reglu- gerða og annast samningagerð við einstaklinga eða félagasamtök sem taka að sér þjónustu við aldraða. Öldrunamefndimar hafa sums staðar átt fremur erfitt uppdráttar. Starfssvæði þeirra er það sama og heilsu- gæslustöðvanna en dæmi eru um að sveitarfélögin í heilsugæsluumdæminu hafa ekki með sér samstarf um starfrækslu öldrunarþjónustu og eru því úrræði öldrunar- nefndanna takmörkuð. í Reykjavík er sérstök öldrunar- nefnd ekki starfrækt en mál hafa skipast þannig að fé- lagsmálaráð gegnir alfarið hlutverki öldrunamefndar. Á starfssvæði öldrunamefndanna skal jafnframt starfa þjónustuhópur aldraðra. Hlutverk þjónustuhópsins er: a. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra á starfssvæðinu. b. Að meta vistunarþörf aldraðra á starfssvæðinu. c. Að setja upp í samvinnu við hinn aldraða samþætta þjónustu sem byggist á samræmdu faglegu mati. d. Að leitast við að tryggja að aidraðir á starfssvæðinu fái þá þjónustu sem þeir þarfnast. Samkvæmt reglugerð um vistunarmat aldraðra er í gildi sérákvæði varðandi Reykjavík þar sem segir að í Reykjavík skiptist þjónustuhópur aldraðra þannig að annars vegar fer hópur með vistunarmatið og hins vegar em þjónustuhópar staðsettir við félags- og þjónustumið- stöðvar er fara með önnur verkefni þjónustuhóps aldr- aðra. Starf öldmnamefndar og þjónustuhóps aldraðra er því mjög mikilvægt. Samvinna og upplýsingastreymi þeirra er vinna að öldrunarmálum er forsenda þess að skipu- lagning, áætlanagerð og síðan framkvæmd þjónustunnar verði markviss. Öldmnarþjónustan skiptist í 6 eftirtalda þætti sbr. 17. og 18. gr. laga um málefni aldraðra: 1. Heimaþjónustu aldraðra. 2. Þjónustumiðstöðvar aldraðra. 3. Dagvist aldraðra. 4. Sjálfseignar-, leigu- og búseturéttaríbúðir fyrir aldraða. 5. Þjónustuhúsnæði fyrir aldraða, þ.e. íbúðir og dval- arheimili. 6. Hjúkmnarrými á öldmnarstofnunum eða hjúkmn- arheimilum. Vistunarmatið gegnir mikilvægu hlutverki varðandi skilvirka og markvissa þjónustu við aldraða og eðlilega uppbyggingu og nýtingu íbúða og þjónustustofnana fyr- ir aldraða. í mörgum tilvikum eru öldrunamefndir og þjónustuhópar aldraðra mjög virk stjómtæki varðandi skipulagningu öldrunarþjónustunnar, þótt á sumum svæðum þurfi starfsemi þeirra að vera skilvirkari. I þessu sambandi er einnig afar mikilvægt að öldmnar- stofnanir á tilteknu starfssvæði hafi með sér gott sam- starf, ekki síst hvað varðar vistunarmat og framkvæmd þess. Rétt framkvæmt vistunarmat, sem er til stöðugrar end- urskoðunar vegna breyttra aðstæðna þeirra öldmðu, er einn mikilvægasti þáttur öldmnarþjónustunnar og besta tryggingin fyrir því að aldraðir njóti þeirrar þjónustu er þeir þarfnast á hverjum tíma. Hvað hefur áunnist, hvað er fram undan? Margt er enn ógert í þjónustu við aldraða hér á landi þótt mikið hafi áunnist og margt hafi verið vel gert eins og ég gat um áðan. Vistrými fyrir aldraða á dvalar- og hjúkrunarheimil- um, öldrunarlækningadeildum og hjúkrunardeildum sjúkrahúsanna voru talin vera tæplega 2000 á árinu 1981. Nú eru vistrými aldraðra á þessum stofnunum talin vera 3374. Á 13 ára tímabili hefur vistrýmunum því fjölgað um 70% eða um nálægt 1400. Samkvæmt yfirliti Húsnæðisstofnunar ríkisins hafði stofnunin lánað fé til byggingar 507 íbúða fyrir aldraða til ársins 1980. Á síðustu ámm hefur orðið mjög mikil aukning í byggingu sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. Á árinu 1990 eru íbúðir fyrir aldraða samtals 1550, árið 1993 voru þær orðnar 2612. Nú má áætla að í landinu séu tæplega 3000 íbúðir sem ætlaðar em til afnota fyrir aldraða. Hlutfallstala aldraðra af heildaríbúafjölda landsins fer vaxandi og samfélagið hefur miklum skyldum að gegna við þann aldurshóp. Því er ljóst að áfram þarf að verja verulegum fjármunum til uppbyggingar öldmnarþjónust- unnar og hún mun jafnframt taka til sín meiri fjármuni vegna aukinna rekstrarútgjalda. Stefna sambandsins varöandi framtíóar- skipan öldrunarþjónustunnar Eðli sínu samkvæmt er öldmnarþjónustan einn þáttur hinnar félagslegu þjónustu sveitarfélaganna. Mikilvægt er að öldrunarþjónustan um land allt verði byggð upp með þeim hætti að hún myndi eina samfellda þjónustu- keðju á hverju þjónustusvæði um sig. Æskilegt væri að verkaskipting í þessum málaflokki milli ríkis og sveitarfélaga væri skýrari og betur skil- greind. Best væri að þjónustuúrræði við aldraða væm öll á einni hendi en ekki eins og nú er, að sum þeirra séu kostuð af ríkinu en önnur af sveitarfélögum. Á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í febrúar 1993 var ályktað að rétt væri að fela sveitarfélög- um að fullu rekstur heilsugæslustöðva, svo og yfirtöku verkefna á sviði málefna fatlaðra og aldraðra. I stefnu- mörkun ríkisstjómarinnar frá í september 1993 í tengsl- um við átak í sameiningu sveitarfélaga var gert ráð fyrir því að sveitarfélögin yfirtækju öldmnarþjónustu og mál- efni fatlaðra í næstu framtíð. Fimmtánda landsþing sambandsins, sem haldið var sl. haust á Akureyri, hvatti til þess í ályktun að markvisst 226
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.