Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 39
MÁLEFNIALDRAÐRA Frá ráöstefnunni um öldrunarþjónustu - rekstur og gæöi - sem haldin var á Hótel Loftleiöum 17. mars sl. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. Einnig stofna Rauði krossinn og fleiri félagasamtök til dagvistar í Múlabæ og Hlíðabæ jafnframt því sem einstaklingar hefja rekstur lítilla öldrunarstofnana. Frumkvödlar og ábyrgóar- aöilar Þegar litið er yftr farinn veg og þróun í öldrunarmálum hér á landi er nærtækt að spyrja: Hverjir hafa borið ábyrgð á öldrunarþjónustunni? Svarið er skýrt: Opinberir aðilar - ríkið og sveitarfélög- in - og gera enn. En þá má jafnframt spyrja: Hverjir hafa verið brautryðjendur og athafna- samastir um bættan aðbúnað aldraðra? Ég tel það hafa verið félagasamtökin að baki Grundar, Hrafnistu og Sunnuhlíð- ar. Ég vek athygli á því að með frum- kvæði þessara þriggja aðila er á sínum tíma reynt að rjúfa kyrrstöðuna sem ríkt hafði í málefnum aldraðra og þjónustu við þá. Með frumkvæði þeirra varð bæði ríkisvaldinu og sveitarfélög- um smám saman Ijóst að opinberir aðilar höfðu ekki tek- ið mið af breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Þeir höfðu svo sem löngum áður í aldanna rás farið sér hægt um allt frumkvæði í þessum málum og það er ekki fyrr en í byrjun 9. áratugarins á þessari öld sem sérstök löggjöf um öldrunarþjónustu er samþykkt á Alþingi og Fram- kvæmdasjóður aldraðra er settur á stofn, eins og ég hefi áður minnst á hér að framan. Það vekur og athygli að það eru frjáls félagasamtök, sem í öllum tilfellum standa að baki uppbyggingar hús- næðis og þjónustu í þágu aldraðra á þessum tíma - og axla ábyrgðina af þessu framtaki. Með setningu laga um öldrunarþjónustu 1982 er þessum málaflokki settur ákveðinn rammi og hafa allar framkvæmdir eftir þann tfma mótast mjög af þeirri lagasetningu og fjárframlög- um úr framkvæmdasjóði aldraðra. Árið 1989 er svo lögum þessum enn breytt og þá verður það meðal annars lagaskylda að sveitarfélög ann- ist heimaþjónustu fyrir aldraða. Ákvörðun um gæói þjónustu og rekstur Á undanfömum árum hafa farið fram miklar umræður um öldmnarmál og þjónustu við aldraða bæði innan og utan stofnana. Og margir spyrja: Hverjir ráða raunvem- lega gæðum þjónustu og rekstri og hverjir eiga að ráða í slíkum málum? Stjómendur stofnana eða heimaþjónustu - eða eiga aldraðir sjálfir, þ.e.a.s. notendur og njótendur þjónustunnar, að ákveða þetta? Og heymm nú aðeins hluta af 1. grein laganna frá 1989 en þar segir orðrétt: „Tilgangur þessara laga er að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en að jafn- framt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerist þörf. Eftir því sem kostur er skal sjálfs- ákvörðunarréttur aldraðra í því efni virtur og möguleik- ar þeirra til ráðstöfunar eigin eigna og lífeyris ef þess gerist þöif. “ Og ef við veltum fyrir okkur þessum texta dagsins eins og tilvitnun í Biblíuna þá má spyrja: Þýðir þetta ekki að það á raunvemlega að vera hinn aldraði sjálfur sem getur ráðið því hvaða gæði þjónustu hann óskar sér með því að taka þátt í kostnaði og verja til þess eigin eignum og lífeyri ef þess gerist þörf? Þýðir þetta ekki líka að það er ekki stöðugildafjöldinn á stofnunum sem segir til um gæði þjónustu heldur hvemig stofnunin eða heimaþjónustan getur sem best uppfyllt óskir og þörf hins aldraða svo hann verði sem ánægðastur? Oskimar og þarfimar em svo afskaplega misjafnar og mismiklar og spumingin sú hvort ábyrgðin af uppfyllingu þeirra eigi ekki og verði ekki að vera í höndum þiggjendanna - hinna öldruðu. Að sjálfsögðu er ljóst að nokkur hópur, einkum háaldraðra, er það sjúkur að hann er ófær um að taka ákvarðanir um eigin þjónustu og það verður þá að gerast af fagfólki og eða nánustu aðstandendum. Það er hins vegar ætlast til samkvæmt núgildandi lögum að op- inberir aðilar hafi í megindráttum fomstu um uppbygg- ingu stofnana og heimaþjónustu þó að fleiri, svo sem fé- lagasamtök, komi þar til. En upplýsingar um þá valkosti sem í boði em fyrir aldraða virðast ekki nema að hluta til ná til almennings og mér er það stöðugt undrunarefni hve almenn fáfræði um valkosti aldraðra til betra lífs á efri ámm er í þjóðfélaginu. Það er því þörf fyrir stórátak í þeim málefnum. I viðræðum milli starfandi fagfólks og áhugafólks um málefni aldraðra kemur oft fram vemlegur áherslumunur 229

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.