Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 50

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 50
FERÐAMÁL Ferðaþjónusta í sátt við umhverfið Jóhanna B. Magnúsdóttir, ferðamálafulltrúi Skaftárhrepps Síðustu ár hefur umræða um um- hverfisvæna ferðamennsku og möguleika okkar Islendinga til að auglýsa ferðaþjónustu okkar sem „græna“ aukist til muna. Oft er vitn- að til okkar „hreinu og óspilltu nátt- úru“ í þeirri umræðu. Að búa fá í stóru landi hefur bæði kosti og galla. Sóðaskapur verður minna áberandi ef sóðamir búa dreift og náttúran á auðveldara með að taka á móti ýms- um úrgangi ef hann er í litlum mæli. Ferðaþjónusta veldur auknu álagi, sorpið eykst, álag er á fráveitur, auk margvíslegra félagslegra áhrifa. A sama tíma er það ljóst að heilbrigt umhverfi er sú auðlind sem ferða- þjónustan þrífst á. En hvað er átt við með orðunum „umhverfisvæn þróun“ í þessu sam- hengi? Ekki er alltaf ljóst hvort verið er að vísa til þýðingar á hugtakinu „sustainable development" sem oft- ast hefur verið þýtt sem sjálfbær þróun en stundum haldbær eða urn- hverfisvæn þróun. I Brundtland- skýrslunni er þetta hugtak skilgreint sem: „...fjárfesting, starfsemi og mannlegt atferli sem fullnægir þörf- um samtímans án þess að það komi niður á möguleikum framtíðarkyn- slóða til að fullnægja sínum þörf- um.“ Hugmyndafræöi grænnar feröamennsku Þessi stefna, sem skilgreind er í Brundtland-skýrslunni, er grundvöll- ur að hugmyndafræði sem hefur ver- ið í mótun síðasta áratug og kallast græn, sjálfbær eða umhverfisvæn ferðamennska. Erlendis þar sem um- ræðan um umhverfismál tengd ferðamálum er í algleymingi er ekki einhugur um orð yfir þessa hug- myndafræði og enn vantar góða þýðingu á íslensku. Græn ferðamennska hefur að að- almarkmiði að tekið sé fyllsta tillit til umhverfisins í öllum þáttum Kirkjubæjarklaustur. Ljósm. Elíeser Bjarnason. ferðaþjónustunnar. Þá er orðið um- hverfi notað í mjög víðtækum skiln- ingi, það nær yfir náttúru, manngert umhverfi, mannvirki, og mannlíf. Miðað er að því að neikvæðar breyt- ingar á ferðamannastaðnum og/eða svæðinu séu í algjöru lágmarki, bæði náttúrufarslegar og félagslegar. Tekið er á landslags- og náttúru- vernd, orkunotkun, sorp- og frá- veitumálum, umbúðanotkun, hrein- lætis- og hollustuháttum, fræðslu og samskiptum gestsins og gestgjafans. Á vinningur Þessi hugmyndafræði á að tryggja að hægt verði að stunda vandaða ferðaþjónustu í framtíðinni, sem sagt að möguleikar framtíðarkynslóða til að stunda ferðaþjónustu á viðkom- andi svæði séu ekki skertir. Annar fljótvirkari og kannski sýnilegri ávinningur af þessari stefnu er að nú þegar markaðurinn er farinn að krefjast þess að urn- hverfismál séu höfð í huga í ferða- þjónustunni er það örvandi fyrir við- skiptin að geta auglýst sína þjónustu „græna“. En það er nauðsynlegt að standa við það sem auglýst er og spuming hvort ekki fari að verða tímabært að ferðaþjónustan setji sér reglur og komi sér jafnvel upp vottunaraðferð- um svo að einstök ferðaþjónustufyr- irtæki og sveitarfélög geti sýnt fram á stöðu sína í þessum málum. Stefnumótun er forsenda framfara Einstök ferðaþjónustufyrirtæki eiga erfitt með að hafa „græna“ stefnu, ein og sér, vegna þess hve ferðaþjónustan er í eðli sínu víðtæk. Til þess að ná árangri er nauðsynlegt að svæðið í heild t.d. sveitarfélagið hafi framfarir í umhverfismálum á stefnuskrá sinni. Æskilegast væri að sveitarfélögin og ferðamálafélög þeirra hefðu samvinnu um slíka stefnu hvað varðar ferðamál en ferðamálayfirvöld hefðu vottunina á sínum snærum. Samvinna er nauð- synleg, annars vegar vegna þess að í sveitunum eru allir íbúar gestgjafar ferðamannanna og hins vegar vegna þess að umhverfismál hafa engin landamæri. Stefnumörkun er for- senda framfara því að Ijóst þarf að vera hvaða leið er best að markmið- inu og hvaða skref eru drýgst til að skila árangri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.