Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 56

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 56
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Jóhanna B. Magnúsdóttir ferðamálafulltrúi Skaft- árhrepps Jóhanna B. Magnúsdóttir hefur verið ráðin ferðamálafulltrúi Skaftárhrepps frá 15. júlí sl. Jóhanna er fædd í Reykjavík árið 1946 og eru foreldrar hennar Steinunn Jóhannsdóttir og Magnús B. Sveinsson. Hún er alin upp í Biskupstungum og í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990 og útskrifaðist sama vor sem umhverfisfræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Frá upphafi árs 1991 til ársloka 1993 starfaði hún sem umhverfis- fulltrúi Ferðamálaráðs. Starfið var m.a. fólgið í því að ferðast um land- ið og kanna ástand á ferðamanna- stöðum og gerði hún tillögur að úr- bótum þar sem þeirra var þörf. Frá árinu 1993 starfaði hún hjá fyrirtæk- inu Isteka hf. í Reykjavík. Jóhanna var meðal stofnenda Sjálfboðaliðasamtaka urn náttúru- vemd, sem stofnuð voru árið 1986, var í stjórn þeirra samtaka frá upp- hafi og formaður þeirra í fimm ár. Hún var í stjóm Ferðafélags íslands frá 1988-1994 og í stjórn Land- verndar frá hausti 1989 til 1993. Haustið 1993 var hún tilnefnd sem varaformaður Náttúruverndarráðs. Frá sama tíma hefur hún verið for- maður ferðamálanefndar ráðsins, en sú nefnd fjallar um ýmis mál er lúta að ferðamennsku og hefur m.a. unn- ið að tillögum að reglum um akstur á snjó í samvinnu við ýmsa þá sem slíkt stunda. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði með Sjálfboða- liðasamtökunum við stígagerð á fjölsóttum ferðamannastöðum. „Með hliðsjón af þessu tel ég mig vera á réttum stað í Skaftárhreppi þar sem lögð er áhersla á að stunda umhverfisvæna ferðaþjónustu,“ sagði Jóhanna í samtali er hún var beðin að segja Sveitarstjórnarmál- um deili á sér. „Hér í hreppi munum við halda áfram að þróa ferðaþjón- ustuna sem sterka atvinnugrein, sem á sér framtíð, án þess að skerða höf- uðstólinn sem byggt er á. En til- nefning hreppsins fyrir Islands hönd til umhverfisverðlauna ferðaþjón- ustunnar gefur okkur byr undir báða vængi.“ Hún á þrjá syni sem allir eru upp- komnir. Anna Margrét Guðjóns- dóttir ferðamálafulltrúi Reykjavíkur Eins og fram kemur í frásögn- inni af Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavík- ur hefur Anna Margrét Guð- jónsdóttir, ferða- málafulltrúi Vestfjarða, verið ráðin ferðamálafulltrúi á stofunni. Anna Margrét var kynnt í 4. tbl. Sveitarstjómarmála 1994. Þjóðhátíðarsjóður CwJ auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1996 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruvemdar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fomminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt em, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun fyrri hluta ársins 1996. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 1996. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Eyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari stjómar, Sveinbjöm Hafliðason, í síma 569 9600. Þjóðhátíðarsjóður 246
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.