Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 61

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 61
NÁTTÚ RUHAMFARIR skipin Óðinn og Ægir fluttu björgunarlið frá Grundarfirði og frá Reykjavík og togarinn Sléttbakur frá Patreksfirði og náðu til Flateyrar síðdegis og að kvöldi 26. október. Þyrlur Landhelgisgæslunnar og vamarliðsins fluttu lækn- ishjálp og leitarhunda sem komu m.a. frá Egilsstöðum og sönnuðu á ný gagnsemi sína. Talið er að samtals hafi á annað þúsund manns sinnt leitar- og björgunarstarfi beint og óbeint og margir þeirra við hinar erfiðustu að- stæður á Flateyri. Fjölmiðlar í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða kross Islands stóðu að landssöfnun til stuðnings þeim sem fyrir tjóni urðu á Flateyri eins og gert var eftir snjóflóðið á Súðavík 16. janúar. Mjög al- menn þátttaka var í fjársöfn- uninni. Um 260 milljónir krónar söfnuðust innanlands eða svipað og eftir snjóflóðið á Súðavík. Einnig var al- menn fjársöfnun í Færeyjum þar sem 25 millj. króna Á Flateyri 1. nóvember. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, Magnea Guömundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps, og Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, formaöur sambandsins. Ljósm Kristján Þór Júlfusson, bæjarstjóri á ísafiröi. Ris fluttist eina hundrað metra úr staö meö flóöinu. Ljósm. Svanbjörg Haraldsdóttir. söfnuðust. Einnig hefur fjárstuðningur borist frá almenn- ingi í vesturhéruðum Noregs. Samúðarkveðjur bárust frá þjóðhöfðingjum margra landa og fleirum. Þannig sendi stjóm Sambands sveitarfélaga í Grænlandi sambandinu samúðarkveðjur og bað að þeim yrði komið til hrepps- nefndar Flateyrarhrepps. Nolckrir forustumenn sambandsins heimsóttu Flateyri hinn 1. nóvember og sambandið fór þess á leit við sveit- arstjómir landsins að þær létu noklcra fjárhæð af hendi rakna til Flateyrarhrepps á hliðstæðan hátt og gert var eftir snjóflóðið á Súðavík. Undirtektir við því erindi sambandsins hafa verið góðar. Eftir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri er ljóst að þung áhersla verður nú lögð á að láta fram fara mat á snjó- flóðahættu í þeim byggðarlögum sem vitað er að búa við þá vá sem leynist víðar en áður hefur verið ætlað. Aðspurður segir Magnús Már Magnússon, deildar- stjóri snjóflóðadeildar Veðurstofu íslands, að nú sé af kappi unnið að því að kortleggja þau svæði sem búa við snjóflóðahættu. „Reynslan sýnir,“ sagði hann í samtali við Sveitarstjórnarmál, „að hættumat okkar verður að byggjast á fleiri forsendum heldur en notaðar hafa verið til þessa. Það er afar brýnt að allar heimildir um snjóflóð og frásagnir komist til skila til okkar í snjóflóðadeild Veðurstofunnar. Við munum á næstunni einbeita okkar að því að útbúa fyrir hina einstöku staði áhættumat þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil eða mismikil hættan er á hverjum stað.“ U. Stef 25 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.