Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 8
FORUSTUGREIN Markvissari fjármálastjórn Síðustu ár hafa að mörgu leyti verið sveitarfélögunum í landinu erfið. Astæðurnar eru margar og snerta sveitar- félögin með misjöfnum hætti. A árunum 1992-1994 jukust skuldir þeirra verulega. Stóran þátt í skuldasöfn- un sveitarfélaganna má rekja til mikils atvinnuleysis á undanfömum árum, sem sveitarfélögin hafa brugðist við með ýmsum hætti. A sama tíma hafa tekjur þeirra dreg- ist saman. Vegna atvinnuleysis, minnkandi atvinnutekna og fjárhagsvanda heimilanna hefur kostnaður vegna fé- lagsþjónustu sveitarfélaga, svo sem fjárhagsaðstoðar, aukist jafnt og þétt. Á sama tíma hafa sveitarfélögin staðið í miklum framkvæmdum, m.a. til þess að skapa fleiri atvinnutæki- færi, og fjármagnað þær með aukinni skuldasöfnun. Einnig hafa sveitarfélög tekið þátt í atvinnurekstri og mörg þeirra gengist í verulegar fjárhagslegar ábyrgðir fyrir einstaka fyrirtæki að kröfu lánastofnana. Það hefur síðan leitt til mikils útgjaldaauka hjá mörgum sveitarfé- lögum við gjaldþrot fyrirtækja. Sveitarstjómarmenn tóku fjármál sveitarfélaganna og þróun þeirra á síðustu árum til ítarlegrar umfjöllunar á fjármálaráðstefnu sambandsins í nóvember 1994 og á nýjan leik á fjármálaráðstefnunni í nóvember sl. Fundar- menn voru sammála um að ekki yrði lengra haldið á braut skuldasöfnunar og fjárhagslegt svigrúm sveitarfé- laganna almennt til að auka þjónustu og ráðast í dýrar framkvæmdir væri ekki fyrir hendi. Þetta þýðir einfald- lega að nýjum kröfum um þjónustu sveitarfélaga verður ekki mætt nema dregið verði samtímis úr þeirri starf- semi sem minnkandi eftirspum er eftir og auk þess hag- rætt á öllum sviðum. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna vegna ársins 1995 einkenndust almennt af hagræðingar- og sparnaðarað- gerðum og samdrætti í framkvæmdum, sem miðuðu að því að draga úr skuldasöfnun og koma á betri skipan í fjármálum. í samræmi við lauslega könnun hjá 30 fjöl- mennustu sveitarfélögunum, sem Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi nýlega, má ætla að skuldir þeirra hafi hækkað um 1,7 milljarð kr. á árinu 1995. Miðað við fjárhagsáætlanir þessara sömu sveitarfélaga fyrir árið 1996 má gera ráð fyrir að skuldir sveitarsjóða verði því sem næst óbreyttar. Þessi niðurstaða er mikil breyting frá þeirri þróun í skuldasöfnun sveitarsjóða sem átti sér stað 1992-1994. Á árinu 1992 jukust skuldimar um 3,2 milljarða kr., 1993 um 4,7 milljarða kr. og 1994 um 7,4 milljarða kr. Það eru sveitarstjómarmennimir sjálfir sem endanlega bera hina lögformlegu ábyrgð á fjármálum sveitarfélag- anna og skuldsetningu þeirra. Ábyrgð þeirra er því mikil. Það ætti því að vera keppikefli sveitarstjórna að auka hagræðingu og sparnað í rekstri sveitarfélaga, stöðva skuldasöfnun og sýna fyllstu varkámi hvað varðar þátt- töku sveitarfélaga í atvinnurekstri, m.a. með ábyrgðum. Sveitarfélögin hafa tapað mörg hundruð milljónum á undanfömum árum vegna ábyrgða sem hafa fallið á þau. Sveitarstjóm hefur heimild til þess samkvæmt 89. gr. sveitarstjómarlaga að veita einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar. Heimildin er takmörkuð við einfalda ábyrgð, sem þýðir að ganga verður að viðkomandi fyrirtæki áður en ábyrgð sveitar- sjóðs verður virk. Víða hefur það verið skoðun sveitar- stjómarmanna að þátttaka sveitarfélaga í formi ábyrgða eða hlutafjár eða beinna styrkja sé nauðsynleg forsenda þess að halda atvinnurekstri gangandi. Á hinn bóginn er ljóst að sveitarstjómum ber fyrst og fremst skylda til að nota skatttekjur sínar og aðrar tekjur til að sinna lög- boðnum verkefnum sveitarfélaganna. Með þá staðreynd í huga hversu langt lánastofnanir hafa gengið í að krefja sveitarfélögin um ábyrgðir væri e.t.v. rétt að afnema þetta heimildarákvæði í sveitar- stjórnarlögum. Samband íslenskra sveitarfélaga kannaði viðhorf sveitarstjóma til þessa fyrir u.þ.b. fjórum árum og voru þá mjög skiptar skoðanir um hvort afnema ætti þessa heimild. Ef þetta heimildarákvæði verður ekki afnumið úr sveitarstjómarlögum er nauðsynlegt að sveit- arfélögin í landinu móti sér samræmda afstöðu og mark- vissar vinnureglur hvað ábyrgðir og þátttöku í atvinnu- rekstri varðar. Mikilvægt er að atvinnulífinu og lána- stofnunum sé ljóst hvar takmörk sveitarfélaganna liggja í þessu efni. Bankastofnanir og margir opinberir sjóðir eiga ekki að hafa aðstöðu til að stilla sveitarfélögum upp við vegg og krefjast þess að þau veiti ábyrgðir. Þrýsting- ur lánastofnana hefur verið óeðlilega mikill og oft geng- ið út fyrir öll eðlileg mörk. Vilhjálmw Þ. Vilhjálmsson 2

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.