Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 13
SAMEINING SVEITARFE LAGA Bryggjan viö Holt í Önundarfiröi. Samstarfsnefndin setti undir lok starfs síns fram tillögur að bæjar- málasamþykkt fyrir hið væntanlega sveitarfélag, þar sem lagt var til að bæjarfulltrúar hins nýja sveitarfé- lags yrðu 11, fulltrúar í bæjarráði yrðu 5, fulltrúar í nefndum 7 og fjöldi nefndasviða 4. (Sjá meðfylgj- andi mynd af tillögum að skipuriti.) I september 1995 taldi samstarfs- nefndin tímabært að kalla eftir vilja sveitarstjómanna til þess að boða til almennrar atkvæðagreiðslu um sam- einingarmálin og lagði hún fram til- lögur sínar að sameiningunni ásamt greinargerð. Þetta var samþykkt í öllum sex sveitarstjórnunum og ákveðin at- kvæðagreiðsla sem fram fór þann 2. desember 1995. Niðurstaðan varð eins og greint var frá í upphafi þess- ara skrifa. Að lokinni atkvæða- greiðslunni samþykktu allar við- komandi sveitarstjómir að fela sam- starfsnefndinni að gera tillögur í samræmi við 109 gr. sveitarstjórnar- laganna og vinna frekar að undir- búningi kosningar sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags. Samstarfsnefndin lagði til við sveitarstjórnirnar að kosningar færu fram hinn I 1. maí, að fulltrúar í sveitarstjórn yrðu I I talsins og að sameiningin öðlaðist gildi hinn 1. júní 1996. Á það var fallist og var sameining sveitarfélaganna sex staðfest með auglýsingu félagsmála- ráðuneytisins sem dagsett var hinn 23. febrúar. Jafnframt var í auglýsingu ráðu- neytisins mælt fyrir um að nafn hins nýja sveitarfélags skyldi ákveðið á grundvelli skoðanakönnunar sem fram skyldi fara. Fór sú skoðana- könnun fram samhliða kosningu sveitarstjórnarinnar 11. maí og hef- ur nafn sveitarfélagsins verið ákveð- ið í samræmi við niðurstöður hennar en flest atkvæði í henni hlaut nafnið ísafjarðarbær. Það er von allra samstarfsnefnd- armanna að vel takist til um þessa sameiningu og allir eru áfram um að svo verði og að sameining þessi megi enn frekar styrkja sveitar- stjómarstigið í landinu. (Grein þessi var skrifuð í apríl 1996). Kirkjan á Flateyri. Myndirnar eru frá blaöinu „Bæjarins besta '. 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.