Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 32
UMHVERFISMAL og Norðurlandi eystra. Gjall- og vikurnámur eru þar sem laus gos- efni er að finna. Bólstrabergsnámur eru nokkrar og flestar þeirra á Reykjanesskaga og á Suðurlandi. Fáeinar leir- og moldarnámur eru einnig á landinu. Flestar námurnar eru í einkaeign. Lítill hluti þeirra er í eigu sveitarfélaga eða ríkisins. Hins vegar nýta opinberir aðilar u.þ.b. 90% allra náma á landinu. Astandið í efnistökumálum er víða óviðunandi. Námur eru of ntargar og umgengni í þeim er víða ábótavant. Sums staðar verður að telja að hætta stafi af vegna óviðun- andi viðskilnaðar. I sumar námur hefur verið safnað sorpi og brota- málmum. Astæður ofangreinds ástands eru margvíslegar. Þær helstu eru van- þróað vegakerfi, sem einnig er stórt miðað við fólksfjölda, óskýr lög og skipulagsleysi við efnistöku. Vegna þessa ástands er brýnt að efnistaka á Islandi verði skipulögð og eftirlit með henni eflt. Setja þarf skýrari reglur um efnistöku, færa ætti eftir- lit með henni til sveitarfélaga og gera þarf ítarlegar náttúrufarskann- anir í öllum landshlutum. Þá er mik- ilvægt að kanna og rannsaka nánar gerð, gæði, magn og dreifmgu hag- nýtra jarðefna hér á landi og gera nákvæma úttekt á efnistökustöðum. Nauðsynlegt er að móta stefnu fyrir efnistöku innan hvers sveitar- félags og að gera aðal- og svæðis- skipulagsáætlanir þar sem m.a. er gert ráð fyrir námum nú og í fram- tíðinni. Við gerð slíkra áætlana er afar mikilvægt að hafa í huga sjón- armið náttúruverndar. I skýrslunni er greint frá stefnu Náttúruvemdar- ráðs í náttúruvernd. Þá er í skýrsl- unni samantekt um ástand efnis- tökumála í hverjunt Iandshluta um sig. Skýrslan gæti nýst sveitarstjóm- armönnum og starfsmönnum sveit- arfélaga og einnig fulltrúum í um- hverfis- og náttúruverndamefndum, svo og skipulagsnefndum sveitarfé- laganna við gerð skipulagsáætlana. Skýrslan fæst á skrifstofu Nátt- úruvemdarráðs og kostar kr. 700. Malarnáma viö norðanveröan Kollafjörö vlö rætur Esju, skammt frá Mógilsá í Kjósar- hreppi. Greinarhöfundur tók myndina á árinu 1994. Námur á íslandi Ragnar Frank Kristjánsson landslagsarkitekt, starfsmaður Náttúruverndarráðs Út er komin skýrslan Námur á ís- landi. Skýrslan var unnin af starfs- mönnum Náttúruverndarráðs að beiðni umhverfisráðuneytis og er samantekt um ástand efnistökumála hér á landi. Skýrslan er byggð á upplýsingum seni aflað var hjá sveitarfélögum og Vegagerðinni, svo og eftirlitsmönnum Náttúru- vemdarráðs. I ljós kemur að yfir tvö þúsund efnisnámur eru eða hafa verið í notkun hér á landi. Flestar eru mal- arnámur en nokkuð er urn grjót- og sandnámur. Hraunnámur eru á Suð- urlandi, Suðvesturlandi, Vesturlandi

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.