Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 35
MÁLEFNI ALDRAÐRA aldraði er ófær um að taka sjálf- I stæðar ákvarðanir má gera vistunar- mat að beiðni vandamanna. Víðast eru það þjónustuhópar aldraðra sem annast gerð vistunarmats, en á því eru undantekningar. I Reykjavík starfar sérstakur matshópur á Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur fyrir borgina alla og öldrunarlækninga- deildir Landspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar annast vistunarmat skjólstæðinga sjúkrahúsanna, óháð búsetu. Sé einstaklingur í þjónustu- rými á blandaðri stofnun getur stofnunin sjálf annast vistunarmat fyrir flutning í hjúkrunarrými, ef þær aðstæður skapast. Tvö eyðublöð eru notuð við mat- ið, yfirlitsblað og matsblað. Hið fyrra hefur stigin skráð en hið síðara hefur skriflegar athugasemdir og heildarniðurstöðu. Yfirlitsblaðið er í þríriti og matsblaðið í fjórriti og eru afritin mislit. Frumrit ásamt með gulu afriti fara til þeirrar stofnunar þar sem hinn aldraði vill helst dvelja. Vilji hann sækja víðar fara ljósrit á aðrar stofnanir. Bleiku afrit- in fara til eða eru geymd hjá við- komandi þjónustuhópi aldraðra. Bleiku afritin eru grundvöllur að vistunarskrá. Grænu afritin verða eftir hjá matsaðila. Þegar hinn aldr- aði er vistaður sendir viðkomandi stofnun gula afritið með þar að lút- andi upplýsingum til matshópsins í Reykjavik ef um Reykvíking er að ræða en til viðkomandi þjónustu- hóps aldraðra annars staðar á land- inu. Þegar hinn metni vistast er nafn hans máð af vistunarskrá. Mikilsveröar upplýsingar Ef gögn vistunarmatsins eru tekin | saman gefa þau mikilsverðar upp- lýsingar um vistun aldraðra. Það hefur verið gert fyrir árið 1992 í Reykjavík, en þá voru 546 einstakl- ingar metnir í þörf fyrir vistun, 304 (55,7%) í þjónustuhúsnæði og 242 (44,3%) í hjúkrunarrými.2’ Meðal- aldur metinna var 81,6 ár í þjón- ustuhúsnæði en 81,8 ár í hjúkrunar- rými, en kynjahlutfallið var tvær konur á móti einum karli í báðum hópum. Um áramótin 1992-1993 biðu 19,4 af hverjum 1000 íbúum 65 ára og eldri eftir vistun í þjón- ustuhúsnæði og 14,1 af hverjum 1000 biðu eftir vistun í hjúkrunar- rými. Þörf fyrir vistun fór vaxandi með aldri. Einstaklingar í þjónustu- þörf höfðu auk félagslegs vanda andlega vanlíðan. Þeir sem biðu hjúkrunarrýmis höfðu, auk félags- legs vanda, skert líkamlegt og and- legt atgervi og færnitap. Þáttur heilabilunar í vistunarþörf var sér- staklega skoðaður og reyndust 78,5% metinna í hjúkrunarþörf vera með heilabilun á einhverju stigi. Líkamlegt heilsufar og hreyfigeta varðveitast að mestu þar til heilabil- un er komin á hátt stig. Þessar nið- urstöður gefa því undir fótinn að sérstök sambýli fyrir heilabilaða gætu verið vistunarvalkostur í stað hefðbundinna hjúkrunardeilda fyrir hluta einstaklinga með heilabilun. Dánartíðni á árinu 1992 meðal þeir- ra sem metnir voru á því ári í þörf fyrir hjúkrunarrýnti var há, um 20%, og styður það gildi matsins, það er að segja að matið mæli raun- verulega umönnunarþörf. Svo var einnig um fjölmarga aðra þætti sem skoðaðir voru en verða ekki tíund- aðir hér. Niðurstöður þessar hafa verið kynntar alþjóðlega.3’ Vistunarskrá Vistunarskrá er tekin saman árs- fjórðungslega af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en hún er yfirlit yfir biðlista allra 54 þjón- ustuhópa landsins. I október 1995 biðu 516 eftir þjónusturými, þar af 282 í Reykjavík, en 283 eftir hjúkr- unarrými, þar af 165 í Reykjavík. í Reykjavík voru 142 í mjög brýnni þörf fyrir þjónusturými en 137 í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunar- rými. Til samanburðar má geta að í Hafnarfirði voru 4 í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og 15 í mjög brýnni þörf fyrir þjónustu- rými; á Grundarfirði beið enginn vistunar. Einungis þeir sem metnir hafa verið komast á vistunarskrá. Vistunarskráin gefur mjög mikil- væga mynd af vistunarþörfinni á hverjum tíma og er auðvelt að fylgja eftir breytingum. Skráin gel'ur einnig sterkar vísbendingar um það hvar úrræða er helst þörf. Vistunarskráin í Reykjavík var tekin til sérstakrar skoðunar til þess að kanna áreiðanleika hennar.4’ Könnunin var gerð að tilstuðlan eft- irlitshóps með framkvæmd vistunar- mats, en sá hópur starfar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis og er hlutverk hópsins að fylgjast með gæðum vistunarmats- ins, endurskoða vistunarmatið eftir því sem við á og vera til sérstakrar ráðgjafar í öllum atriðum er lúta að matinu. Niðurstöður þeirra tveggja kannana sem nefndar eru hér að framan urðu síðan grundvöllur að endurskoðaðri útgáfu vistunarmats- ins og nýrri reglugerð um vistunar- mat síðla árs 1995. Breytingar á vistunarmatinu voru ekki umtals- verðar og hafa helstu breytingar verið nefndar. Breytingar á vistunar- matinu 1995 Helstu breytingar reglugerðarinn- ar verða nú nefndar. I niðurstöðum matsins skal geta þess hvort sérstakt úrræði fyrir heilabilaða gæti komið að notum, einnig hvort önnur úrræði en varan- leg vistun komi til álita. Vistunar- matið er nú tímatakmarkað við 18 mánuði, en þá fellur það úr gildi hafi endurmat ekki farið fram. Veigamikil breyting er fólgin í því að stofnanir skulu, að öðru jöfnu, forgangsraða með þeim hætti að láta þá sem eru í brýnni eða í mjög brýnni /;ó';/ganga fyrir í vistrými og þá fyrst sem beðið hafa lengst frá því að brýn eða mjög brýn þöifkom fram. Itrekuð er tilkynningarskylda stofnana um vistun til Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) og gildir sú skylda jafnt fyrir fastfjárlagastofn- anir og daggjaldastofnanir. Þá er ítrekað að TR hefur sérstakt eftirlit með vistunarmati þeirra einstakl- inga sem flytjast á blönduðum 29

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.