Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 38
NÁTTÚ RUHAMFARIR Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfis ráðuneytinu Inngangur Um síðustu áramót öðluðust gildi breytingar á lögum um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (nr. 151/1995). Með þessum breytingum er stefnt að því að einfalda stjórn- sýslufyrirkomulag snjóflóðavarna frá því sem áður var. Yfirstjórn málaflokksins er flutt úr félagsmála- ráðuneyti í umhverfisráðuneyti og Veðurstofu íslands falinn veigamik- ill þáttur í framkvæmd varna gegn ofanflóðum. Hinir hörmulegu atburðir sem urðu á norðanverðum Vestfjörðum á síðastliðnu ári, fyrst á Súðavík og síðar á Flateyri, vörpuðu nýju ljósi á framkvæmd snjóflóðavarna í land- inu og undirstrikuðu nauðsyn þess að styrkja framkvæmd laganna sem í gildi höfðu verið frá því 1985. Þess ber þó að geta að ekki fór fram heildarendurskoðun á lögunum, heldur var ákveðið að einskorða breytingamar við afmarkaða þætti, þannig að taka mætti á þeirn vanda sem við blasti eftir hamfarirnar á Súðavík og Flateyri. Heildarendur- skoðun laganna mun hins vegar fara fram síðar á þessu ári og mun frum- varp þar að lútandi væntanlega lagt fram á Alþingi fyrir lok ársins. Lagabreytingar Breytingar á stjórnsýslufyrir- komulagi snjóflóðavarna eru í höf- uðdráttum tvenns konar. Eins og áður hefur komið fram flyst yfir- stjórn málaflokksins úr félagsmála- ráðuneyti í umhverfisráðuneyti en um leið eru allar rannsóknir og for- varnir ofanflóða fluttar undir um- sjón Veðurstofu Islands. Þetta þýðir m.a. að mat á hættu vegna snjóflóða er flutt frá Almannavörnum ríkisins til Veðurstofu Islands. Samhliða þessu hefur sú breyting orðið að snjóaathugunarmenn, sem nú hafa verið ráðnir á öllum snjóflóðasvæð- um við byggð, verða starfsmenn Veðurstofu Islands. Með flutningi forvarnarstarfs frá Almannavörnum rfkisins til Veður- stofu Islands er rannsóknum á snjó- flóðum, mati á snjóflóðahættu, snjó- flóðaeftirliti og snjóflóðaviðvörun- um komið undir eina stjórn. Með þessum skipulagsbreytingum er að því stefnt að einfalda það verklag sem tíðkast hefur vegna snjóflóða- vama. Þetta þýðir þó ekki að starfs- menn Veðurstofunnar komi til með að vinna alla þætti forvarnarstarfs sjálfir, heldur munu þeir bæði í samvinnu við erlenda aðila og inn- lenda, svo sem vísindamenn við Há- skóla íslands og aðrar stofnanir og einkafyrirtæki, sjá til þess að nýtt verði öll aðgengileg þekking til að tryggja eftir fremsta megni öryggi íbúa gagnvart ofanflóðum. Með því að gera snjóaathugunar- menn að starfsmönnum Veðurstofu Islands, og veita þeim góða þjálfun og nauðsynlegan tækjabúnað til starfa á heimaslóðum, er að því stefnt að styrkja snjóflóðaspár fyrir einstök svæði. Hin veigamikla breytingin á lög- unum, sem þó ber að líta á sem bráðabirgðaráðstöfun á meðan fram fer endurskoðun á öllu hættumati, er gerð svonefndra rýmingarkorta fyrir byggð á snjóflóðahættusvæðum sem Veðurstofan mun annast. Veð- urstofunni er nú falið að gefa út við- varanir um svæðisbundna snjóflóða- hættu og ákveða um rýmingu hús- næðis í samráði við viðkomandi lögreglustjóra og almannavarna- nefndir hverju sinni. Þessi ákvörðun var áður í höndum lögreglustjóra og almannavarnanefnda, sem byggðu ákvarðanir sínar á gildandi hættu- mati. Markmiðið með þessum breytingum er að koma í veg fyrir frekara manntjón af völdum snjó- flóða á meðan unnið er að endur- skoðun hættumats og hönnun og byggingu varnarvirkja á snjóflóða- hættusvæðum í byggð. Veðurstofan hefur nú lokið gerð rýmingarkorta fyrir öll helstu sveit- arfélög á snjóflóðahættusvæðum. Hafa starfsmenn Veðurstofunnar haft náið samstarf um gerð kortanna við sveitarstjómir og lögreglustjóra viðkomandi staða og verða kortin kynnt íbúum sveitarfélaganna á næstunni. Þar sem reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að endur- skoða frá grunni gildandi hættumat fyrir byggð á snjóflóðasvæðum, munu rýmingarsvæðin í aftakaveðr- um og við óvenjuleg snjósöfnunar- skilyrði verða umfangsmeiri en tíðkast hefur. Það má hins vegar ætla að þessi rýmingarsvæði muni minnka og rýmingum fækka þegar fyrir liggja niðurstöður úr þeirri um- fangsmiklu vinnu, rannsóknum og gagnaöflun sem hafin er á vegum Veðurstofunnar. Önnur breyting sem gerð var á lögunum og ástæða er til að nefna er að þar eru nú settar reglur um til- högun á greiðslum úr Ofanflóða- sjóði til eigenda þeirra húsa sem keypt kunna að verða eða flutt af 32

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.