Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 40

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 40
FORNLEIFAR Um fornleifaskráningu á íslandi, upphaf og ástæður Fyrri grein: Upphafið og lögin Bjarni F. Einarsson fornleifajrœðingur, Þjóðminjasafhi Islands I 18. grein nýrra þjóðminjalaga stendur eftirfarandi: „Þjóðminjasafn lœtur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gef- ur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún enditrskoðuð á þriggja ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipu- lagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess og skal Þjóðminjasafn eiga samvinnu við skipulags- yftrvöld um það. “ (Lög um breyting á þjóð- minjalögum, nr. 88/1989, sbr. lög nr. 43/1991). I I. grein laga um mat á umhverfisáhrifum stendur: „Markmið laga þessara er að tiyggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvœmdir, sem kunna, vegna stað- arvals, staifsemi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að liafa íför með sér umtalsverð áhrifá umhverfi, náttúru- auðlindir og samfélag, liafi farið fram mat á umhveifis- áhrifum, svo og að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipidagsáœtlana." (Lög um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 63/1993). I 10. grein sömu laga stendur: „1 mati á umhveifisáhrifum skal tilgreina á viðeigandi hátt áhrif sem framkvœmdir og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á menn, samfélag og menningu, dýr, plöntur og aðra þœtti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðuifar, landslag og samverkan þessara þátta. “ Því er ljóst að samkvæmt lögunt ber okkur að skrá fornleifar og aðrar greinar þjóðminjalaga sýna að ekki skiptir máli hvort um þekktar eða óþekktar fornleifar er að ræða, allar njóta þær friðunarákvæða þjóðminjalag- anna. Þjóðminjaráð og Þjóðminjasafn Islands hafa nú ákveðið að hefja undirbúning að fornleifaskráningu á öllu landinu. Fyrsta skrefið er að finna þá aðferð sem hentar og Þjóðminjasafn mælist til að notað verði um landið allt. Næsta skref er að hrinda tilraunaskráningu af stað og reyna kerfið til fulls. I því sambandi verður hald- ið námskeið þar sem farið verður yfir kerfið, aðferðimar og fæmina að lesa í landið. Að því loknu mun fomleifa- skráning vonandi geta hafist víðs vegar úti um landið og orðið fastur liður í minjavörslunni. En okkur ber ekki að skrá fornleifar ein- ungis vegna þess að lög kveða á um það, heldur höfum við siðferðislegar, fræðilegar og sögulegar skyldur í þessum efnum. I þessari grein verður lítillega fjallað um upp- haf þessara mála hér á landi og hugtökin fornleifaskráning og fornleifar skilgreind. I næstu grein mun ég fjalla um þessi mál út frá siðferðislegum, heimspekilegum og fræðilegum sjónarhóli. Myndirnar sem hér birtast eru valdar af handahófi úr skyggnusafni Þjóðminjasafns Islands. Þær uppfylla mínar kröfur um fegurð sem ég hafði að leiðarljósi við valið og þær eru góður fulltrúi hinna mörgu fomleifa sem kúra öllum gleymdar úti um allt land. Þessar eru þó svo lánsamar að hafa komist að vissu marki undir verndarvæng samfélagsins. Þær eru allar birtar með leyfi Þjóðminjasafnsins. Fornleifaskráning Hugtakið fornleifaskráning felur í sér skráningu á fomleifum og er þá átt við svokallaðar fastar fomleifar, svo sem mannvirki, varir, kuml o.s.frv. (ekki lausar fom- leifar sem við köllum forngripi. Hugtökin fornleifar og fomgripi köllum við fornminjar). Einnig er hægt að tala um fastar fornleifar sem ekki eru mannvirki í orðsins fyllstu merkingu, svo sem uppsprettur, álfasteina og álagabletti, og fornleifar sem eru afleiðing óskyldra at- hafna, svo sem reiðgötur, vöð og stöðlar. Hugtakið greinir ekki í sundur þekktar fornleifar frá óþekktum, heldur felur það í sér skráningu á öllum fomleifum og til að hún geti gengið eftir þarf að leita skipulega að þeim í landslaginu. Stundum getur jafnvel borgað sig að leita að þeim í heimildum. Til eru skráningar sem ekki fela í sér skráningu allra fomleifa, svo sem skráning á sérstökum tegundum fomleifa, eins og kumlum, þjóðleiðum, álfa- steinum o.s.frv. Eins má ímynda sér staðbundnar skrán- ingar á sögulegum minjum, hellum, vörðum, stnðsminj- um, minjum tengdum hvalveiðum Norðmanna o.s.frv. Slíkar skráningar uppfylla tæplega ákvæði þjóðminja- laga um fomleifaskráningu, hversu góðar eða merkilegar 34

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.