Hermes - 01.12.1988, Síða 13

Hermes - 01.12.1988, Síða 13
11 Cubrún situr með Auði þá sex vikna en Jónas gluggar í tímarit. Hver veit nema á þessari stundu hafi fæðst einhverjar hugmyndir sem siðar urðu að framkvæmd í Samvinnuskólanum. farið í bæjum og sveitum landsins. Þegar árið 1907 mynduðu þau landssamtök, Ungmennafélag íslands, sem tveimur árum síðar hóf útgáfu Skinfaxa. Boðið frá ungmennafélögunum var Jónasi afar kærkomið. „Félögin vantaði ritstjóra og mig vantaði blað“, sagði hann síðar. A þeim rúmlega sex árum sem Jónas ritstýrði Skinfaxa, frá 1911 til 1917, hvatti hann æsku landsins til að hrista af sér drunga tómlætis og sinnu- leysis og hefja uppbyggingarstarf á öllum sviðunt. Hann hamraði á því að ekki væri nóg að fá stjórnmálalegt sjálfstæði frá Dönum. Hið eiginlega sjálfstæði gætu landsmenn einungis öðlast með því að lyfta sér sjálfir upp úr eymd og vesöld fátæktar og menntunarleysis. I hverri greininni af annarri skýrði Jónas hugmvndir sínar um ræktun lands og lýðs: hvernig ætti að umbylta andlegu og líkamlegu uppeldi alþýðunnar, rétta hag fátæklinganna og nýta betur kosti þessa harðbýla lands. Rauður þráður þess boðskapar var etling samvinnu- þroska landsmanna. Hugmyndasmiður samvinnumanna Jónas hafði mótast í heimabyggð sinni af hugsjónum samvinnu og samhjálpar. Á námsferðunum erlendis, sérstaklega þó í Bretlandi, hafði hann kynnst öflugri samvinnuhreyfingu. Honum varð strax ljóst að einnig á því sviði var flest ógert á íslandi, þótt kaupfélög væru starfandi á ýmsum stöðum á landinu og sum þeirra hefðu stofnað landssamband sem eink- unt sinnti fræðslumálum. Gerðist Jónas brátt lielsti hugmvndasmiður íslenskra samvinnumanna. Afstaða Jónasar til samvinnunnar kom ljóslega fram í Skinfaxa þegar árið 1912: .,Scinivinncm er uppreisn framleið- enda gegn milliliðum, fdtæklinga gegn auðmönnum, steðjans d móti liamrin- um. Hún er heimsvíðtœk bardtta, hdð með stillingu, festi og gœtni, lidð til uð bjarga dvöxtum vinnunnar, svo að þeir megi koma þeim að notum, sem til hafa unnið. Hún er til þess stofnuð, að í fyrsta sinn d œvi mannkynsins megi þeir, sem skapa daglega brauð- ið, neyta þess, og þeir, sem klœðin gera, megi hafa klœði, að þeir sem fœða þd, sem skapa listir og vísindi, megi bera skvn d og njóta þessara gœða menningarinnar. Samvinnan er dýrleg hugsjón, ein hin göfugasta, sem Islendingur getur unnið fyrir, því að þar erum við að bjarga þjóðinni og eftirkomendum okkar. Nógu lengi höfum við fundið þung og ómannleg liögg milliliðanna, dönsku einokunar- og selstöðukaupa- manna og eftirmanna þeirra sumra, útlendra og innlendra, sem lialdið hafa okkttr í fdtœkt, kunndttuleysi og almennri niðurlœging. En eitt md ekkigleymast. Samvinna getur ekki orðið happasœl nenm hún sé milli þroskaðra, vel uppaldra manna. Pess vegna verður hver sú þjóð sem sér vill bjarga með sam- vinnu, að gera uppeldið að aðalvopni sínu. Án þess er samvinnan andvana fcedd, líkari til að verða til ills en góðs“. Jónas ritaði stefnumótandi greinar í Tímarit kaupfélaganna um æskilega framtíðarþróun samvinnuhreyfingar á íslandi árin 1914 og 1915. Þar hvatti hann til sóknar á tvennum vígstöðvum: annars vegar útbreiðslu samvinnuhug- sjónarinnar með stofnun sérstakra sam- vinnuskóla í hinum dreifðu byggðum, hins vegar vfirtöku samvinnumanna á verulegum hluta verslunar við útlönd með stofnun eigin heildsölu samvinnu- félaganna. Jónas taldi einsýnt að mið- stöð íslenskrar verslunar yrði í Reykja- vík og þar ætti því hin nýja heildsala að rísa. 1 grein Jónasar, „Samvinnumenntun“, frá árinu 1914 koma greinilega í ljós markmið Jónasar í skólamálum. Hann gagnrýnir fvrirkomulag barnafræðslunn- ar og sömuleiðis þáverandi unglinga- og alþýðuskóla sem séu einungis fvrir örlít- inn hluta þjóðarinnar og þar að auki al- mennir fræðaskólar: „ 77/ þess að veita samvinnumennt- un þyrftu þeir að vera sérskólar, þyrftu að Idta allt skólastarfið stefna í eina dtt: að gera borgarana hœfa til frjdlsrar samvinnu. Ekkert sýnir betur hve ófrjóir alþýðuskólar okkar Itafa verið og eru í þessu efni en það, að nœstum allir lielstu forgöngumenn frjdlsrar samvinnu, okkar d meðal, eru sjdlfmenntaðir menn sem eiga ndttúrugdfum og anda tímans að þakka, live mjög þeir eru d undan samtíðarmönnunum Jónas ræðir síðan ítarlega hvernig samvinnumenntuninni skuli hagað. Hún á að vera „í einu bæði verkleg og hugræn. og hana þarf aðallega að veita unga fólk- inu“. Verklega námið er fólgið í því „að kenna ntönnum að vinna í félagi". Hin bóklega samvinnumenntun fæst hins vegar með því „að rannsaka eðli félags- lífsins, skilja vöxt þess og viðgang, heilsumerki þess og sjúkdóma“. Þetta væri með öðrum orðurn „borgaraleg sér- menntun“. Leiðir að þessu markmiði taldi Jónas þríþættar: að halda áfram þeirri fyrir- lestrastarfsemi sem stunduð hafði verið á vegum hreyfingarinnar nokkur undan- farin misseri, að gefa út bækur og blöð um samvinnumál, og að stofna skóla bæði til aö búa einstaka starfsmenn undir félagsstörfin og til að veita almenna borgaralega fræðslu. Jónas fjallar ítar- lega í greininni um æskilegt námsefni og skipulag annars vegar „foringjaskólans" og hins vegar „borgaralegu skólanna“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.