Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 29

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 29
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 29 Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL fjölmenningarlegra námssamfélaga (e. multicultural learning communities) og vald- eflingu (e. empowerment) í menntun. Gagnrýnar kenningar – gagnrýnin uppeldisfræði Eftir einn helsta fulltrúa Frankfurtskólans, Habermas, liggja margar greinar og bækur þar sem hann fer ítarlega í gegnum hugmyndafræðilegan grunn gagnrýninna kenninga (e. critical theory). Sjálf hugmyndafræðin hefur tekið töluverðum breytingum í tímans rás þegar ólíkir fræðimenn hafa reynt að varpa ljósi á hvernig bregðast má við ójöfn- uði og misrétti í samfélaginu, t.d. í gegnum menntun (McCarthy, 1996). Gagnrýnin uppeldisfræði Freire byggir á grunni gagnrýninna kenninga. Í mjög stuttu máli má segja að leiðarstef hjá bæði Habermas og Freire sé óskin um að aflétta því oki sem sam- félagið leggur fólki á herðar á hverjum tíma. Um er að ræða ákveðna sýn á einstak- linginn og stöðu hans innan samfélagsins (Freire, 1985, 1999; McCarthy, 1996) og trúna á að einstaklingar verði að öðlast ákveðið frelsi til að koma auga á og nýta mannauð sinn og talar Freire í því samhengi um gagnrýna vitundarvakningu (e. critical con- sciousness). Eitt af því sem einkennir gagnrýna uppeldisfræði er að hún tekur til umfjöllunar vald, virðingu og þann möguleika sem einstaklingar hafa til að láta rödd sína og skoð- anir heyrast, hvort sem um er að ræða í samskiptum milli nemenda og kennara, við stofnanir eða í samfélaginu almennt (Giroux, 1994). Þá varpar hún enn fremur ljósi á tengsl þekkingar, yfirvalda og valds (Giroux, 1994) og hvetur jafnframt bæði kennara og kennismiði til að horfa gagnrýnum augum á kennsluaðferðir sem og starfshætti skóla. Þessu tengdar eru hugmyndir feministans hooks (1994) sem eru undir sterkum áhrifum frá hugmyndafræði Freire og boða mikilvægi þess að skapa námssamfélag sem dregur úr stigveldi valds og áhrifa en byggir þess í stað á réttlæti og jöfnuði. Hlut- verk kennara í þessu samhengi er gríðarlega mikilvægt og krefst þess að þeir séu með- vitaðir um stöðu sína og áhrif vilji þeir stuðla að menntun gegn mismunun. Einkenni kennara sem byggja starfskenningu sína á slíkri hugmyndafræði lýsa sér í því að þeir koma fram við nemendur af virðingu og líta á þá sem verðuga samstarfsaðila en ekki sem óvirka viðtakendur. Þeir gera miklar kröfur til nemenda en sýna bakgrunni þeirra og reynslu jafnframt áhuga og líta á hann sem mannauð (Darling-Hammond, 2010; Gay, 2000; Nieto, 2010). Þá telur hooks (1994) enn fremur mikilvægt að hvetja nem- endur og kennara til gagnrýninnar vitundarvakningar. Í augum bæði hooks (2003) og Giroux (1994) er kennslustofan vettvangur þroska og sameiginlegrar framþróunar nemenda og kennara. Í þessu samhengi er ekki síður mikilvægt að skapa nemendum tækifæri til þess að spegla skoðanir sínar í viðhorfum annarra og læra þannig að skoða ólík málefni frá mörgum hliðum. Að mati Habermas er þannig hægt að öðlast ákveðið jafnræði sem aðeins næst í gegnum skoðanaskipti þar sem beita þarf rökhugsun þegar afstaða er tekin til ákveðinna hugtaka og beitingu þeirra. Þannig mótast viðhorf okkar til sannleiksgildis þeirra og/eða réttlætis (Skirbekk og Gilje, 1999). Skapandi og gagnrýnin hugsun eru grunnstef í hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar (Sleeter, 2002) og miðar hún að því að virkja nemendur til þess að horfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.