Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 12

Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 12
146 HELGAFELL Hjörvar. Framkvæmdarstjóri undirbúningsnefndar hefur verið ráðinn Ragnar Ólafsson, lög- fræðingur Sambands ísl. samvinnufélaga. Þó að störfum nefndarinnar sé hvergi nærri lokið og enn síður undirbúningi þeim, er framkvæmdarstjórinn hefur með höndum, má telja líklegt, að þinghaldið fari fram með þessum hætti í meginatriðum: Þingið verður sett í Reykjavík, þegar alþingiskosningar eru um garð gengnar í haust, og kyrrð komin á hugi manna og dagfar. Ákveðið hefur verið, að þingsetning fari fram á sunnudegi í hátíðasal háskólans, en þingslit að viku liðinni. Fyrirhuguð dagskrá þings- ins má teljast þríþætt, auk almennrar myndlistasýningar, sem opin verður allan þingtím- ann. Ber þess fyrst að geta, að íslenzk nútímalist verður kynnt almenningi í samkomuhús- um bæjarins alla daga þingvikunnar, með upplestri skálda og rithöfunda úr eigin verkum í lausu máli og bundnu, hljómlist og leiklist til skiptis. Munu upplestrarnir fara fram í hátíðasal háskólans. Vál á leikriti til hátíðasýningar hefur ekki verið fullráðið enn, en lík- legt er, að fyrir því verði annaðhvort „Mörður Valgarðsson" eða „Dansinn í Hruna.“ Þá má telja víst, að samningar takizt við útvarpsráð um flutning útvarpsefnis á veg- um Bandalagsins á hverju kvöldi alla vikuna og kvöldvöku að skilnaði. Verður hér um að ræða upplestur skálda og rithöfunda, erindi um einstakar listgreinir og íslenzka lista- starfsemi yfirleitt, auk hljómlistar á hverju kvöldi, að meiru eða minna leyti. Ekki er senni- legt, að útvarpinu verði lagt það til lýta af hlustendum þess, þótt útvarpstími Banda- lagsins vcrði ekki við neglur skorinn þessa einu viku, enda ekki ástæða til annars en að vænta víðsýni og velvildar af útvarpsráði, og þá eigi sízt formanni þess, þegar samtök listamanna eiga hlut að máli. I þriðja lagi munu listamennirnir sjálfir halda daglega þingfundi, þar sem rædd verða hugðarefni og hagsmunamál þeirra. Verður „listamannadeilan" svonefnda vafalaust tekin til athugunar á þinginu og bornar fram og samþykktar tillögur til umbóta á því ástandi, sem nú ríkir í opinberri ráðsmennsku gagnvart íslenzku listalífi. Er það í samræmi við samþykkt á síðasta aðalfundi Bandalagsins, að þessi mál verði athuguð og afgreidd á lista- mannaþinginu í haust, því að á aðalfundinum í vor var samþykkt svohljóðandi ályktun með öllum greiddum atkvæðum: „Bandalag íslenzkra listamanna skorar á öll sambandsfélögin og bvern einstakling innan þeirra að vinna að því, að á Alenntamálaráði Islands verði gerðar þœr breytingar, að það verði fœrt um að rcekja það hlutverk sitt, að styðja og efla bókmenntir og listir t landinu. Ennfremur skorar B. I. L. á öll sambandsfélög sin að beita sér af alefli gegn and- legri kúgun í hvaða mynd sem htin birtist". Ályktun þessi eða efni hennar var birt í einu dagblaði Rcykjavíkur að minnsta kosti, þegar eftir aðalfundinn, en þar sem íormaður Menntamálaráðs hefur staðhæft í blaði sínu, að ekki hafi vcrið á listamannadeiluna minnst á síðasta aðalfundi, er hún prentuð aftur honum til leiðbeiningar, og ættu menn ekki að gera sér leik að því að efast um, að hann telji sér skylt að hafa bað er sannara reynist. Rétt er að geta þess, að eins og stcndur horfir óvænlega um ákjósanleg húsakynni fyrir myndlistasýninguna, en þó mun óhætt að fullyrða, að hún muni ekki verða látin niður falla, hverju sem fram vindur, enda mundi svipur listamannaþingsins missa mikils í við það. Félag myndlistamanna hafði að vísu fengið loforð hjá bæjarráði Reykjavíkur um lóð undir sýningarskála, með þeim skilyrðum að rýmt yrði af lóðinni, ef krafist væri,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.