Helgafell - 01.06.1942, Page 21

Helgafell - 01.06.1942, Page 21
SIGURINN EFTIR STRÍÐIÐ 155 þrjátíu ár að nefna orðið Gemiit. Ég Kygg, að ekki aetti að leyfa Þjóðverj- um í þrjátíu ár að tala um ,,djúpsæi“. Aður en hinn þýzki andi gerist svo djarfur, að vera „djúpsær", verður hann að hafa áunnið sér aftur það, sem hann hefur glatað með öllu í ó- gáti — sómatilfinningu, einfalda sómatilfinningu. Þá fyrst geta þýzkir rithöfundar haldið fram með fullum rétti þýzku djúpsæi gegn vestrænni skynhyggju. Vér eigum í höggi við þjóð, sem telur sjálf, að hún sé misskilin af um- heiminum, og sér enga leið til þess að blanda geði við hann aðra en þá, að ráða niðurlögum hans og undiroka hann. Þetta hygg ég vera helztu orsök að ofbeldisstefnu Þýzkalands. Auðvit- að renna fleiri stoðir undir hana; þjóð- hagslegar ástæður eiga nokkurn þátt í þessu, svo sem sú skoðun, að nauðsyn beri til að breyta eigna- og auðskipt- ingu heimsins með ofbeldi; en að miklu leyti er þetta yfirvarp eitt. Mað- ur getur skoðað nasjónalsósíalismann sem verkfæri þessarar þjóðhagslegu byltingar. En þegar nánar er að gætt, er hann verkfæri Þjóðverjans, sem sækist óður eftir að kúga heiminn til þess að sameinast sér. Nasjónalsósíal- isminn vill gera heiminn þýzkan; en heimurinn hefur ástæðu til að rísa önd- verður gegn því, og vér sjáum hvern- ig þýzkur heimur mundi líta út, er vér virðum fyrir oss meginland Evrópu, sem þegar hefur verið gert þýzkt, og berst af vígmóði gegn óbærilegum á- lögum. Þessi fyrirætlun er óðs manns æði, sem engir sigurvinningar fá bjarg- að. — Vonir vorar um siðferðilega endur- reisn Þýzkalands hvíla á þessu: Na- sjónalsósíalisminn er öfgastefna, ger- samlega taumlaus í siðferðilegum efn- um og öllum háttum, tilraun til siðleysis og ruddaskapar, sem ekki á sinn líka og aldrei verður jafnað til. Þegar ríki er vígbúið til að heyja allsherjarstríð til framdráttar kynflokka- firrum og hefur undirokun alls heims- ins að markmiði — þá er skeiðið á enda runnið, þá verður engu við bætt. Ef þessi tilraun bregzt, — og hún mun bregðast, — þá er ekki vonlaust um, að þýzk þjóðernisstefna, sem er hættu- legri en nokkur stefna önnur þess kyns, vegna þess að hún er dulspeki með vélamenningu að vopni, muni hafa að fullu gengið sér til húðar, og Þýzkaland, sem á um marga kosti að velja, muni taka upp algerlega nýja stefnu. Þá munu upp vaxa gamlar erfðir, sem nú eru troðnar fótum, en eru ekki síður runnar af þjóðlegri rót en þær, sem mönnum hafa reynzt svo skæðar. Þýzkaland mun endur- heimta þessar hollu erfðir, einkum ef umheimurinn sýnir, að hann hefur lært eitthvað síðan 1918, eða síðan 1933 að minnsta kosti. Menn mega ekki gleyma því, að ár- ið 1919 höfðu hinar sigursælu þjóðir ótakmarkað vald til þess að koma á þeim breytingum, er hefðu getað af- stýrt hildarleik þeim, sem nú geysar. En af eigingirni og sinnuleysi kunnu þær ekki að nota alræði sitt. Svo er guði fyrir þakkandi, að margt bendir til, að í þetta skipti muni rfkja meiri dirfska, hugmyndaflug og vizka. Vér megum því gera oss vonir um fram- tíð, sem að vísu mun ekki útrýma öllu erfiði, en að minnsta kosti þerra blóð og tár og koma sættum á með frelsi þjóðanna og jafnrétti þeirra frammi fyrir lögum, sem allir verða að hlíta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.