Helgafell - 01.06.1942, Page 23
ÞÁ VAR ÉG UNGUR
157
Öll sú dásemd auga barnsins seiddi,
ótal getum fávís hugur leiddi.
Spurði ég þig, móðir mín,
og mildin þín
allar gátur greiddi.
Ut við yztu sundin,
— ást til hafsins felldi —
undi lengstum einn,
leik og leiðslu bundinn.
Lúinn heim að kveldi
labbar lítill sveinn.
Það var svo ljúft, því lýsir engin tunga,
af litlum herðum tókstu dagsins þunga.
Hvarf ég til þín, móðir mín,
og mildin þín
svæfði soninn unga.
Verki skyldu valda
veikar barnahendur,
annir kölluðu að.
Hugurinn kaus að halda
heim á draumalendur,
gleymdi stund og stað.
,,Nóg er letin, áhuginn er enginn“.
Ungir og gamlir tóku í sama strenginn,
— allir nema móðir mín,
því mildin þín
þekkti dreymna drenginn.
Heyrði ég í hljóði
hljóma í svefni og vöku
eitthvert undralag.
Leitaði að ljóði
lærði að smíða stöku
og kveða kíminn brag.