Helgafell - 01.06.1942, Side 26

Helgafell - 01.06.1942, Side 26
160 HELGAFELL víðar, hin mestu harðindi til lands og sjávar. Þá féll aska úr gosum á Mývatnsöræfum, en illræmdastur er frostaveturinn mikli (1882) og mislinga- sumarið. Árið 1887 hættu þau hjón búskap og leystu upp heimilið fyrir fá- tæktar sakir. Var börnunum komið fyrir víðs vegar, nema Magnúsi. — Hann fór með foreldrum sínum að Miðfirði, en þar gjörðist Stefán nú vinnumaður. Stefán drukknaði 25. maí 1887, skömmu eftir, að hann fór að Miðfirði, í Miðfjarðará. Var hann að flytja björg til bóndans í Kverkár- tungu, sem tók þar við búi af honum. Kverkártunga stendur nokkurn spöl upp af MiðfirSi, í kverkinni, sem myndast milli Kverkár og MiSfjarðarár. Voru ár þessar vatnsmiklar og oft ófærar yfirferðar vor og haust í leysing- um. Á harðindaárunum hafði Stefán orðið aS leita á náðir hreppsnefndar- innar, og stóð í nokkurri sveitarskuld, þegar að hann andaðist. Sveitarstjórnin taldi sig því eiga ráðstöfunarrétt á því litla, sem Stefán átti. HöfuSeignin voru 6 ær, einn gemlingur og eitt hross. Svo mikið lá hreppsnefndinni á að koma þessum litlu eignum hans í peninga, að hún efndi til uppboSs, með- an hann lá ennþá á líkbörunum. Þó harðýSgi væri mikil í garð þurfamanna um þessar mundir, munu þessar aðfarir vera einsdæmi, og mæltust þær mjög illa fyrir. ÁSur hafði Stefán fengið aS finna til þess, að það lá ekki laust, sem hreppsnefndin hélt. Einhverju sinni þegar heimili hans var með öllu bjarg- arlaust, var honum algjörlega neitað um nokkra hjálp, og leitaði hann þá til selstöðukaupmannanna á VopnafirSi, en á Kolbeinstanga er kvíðvænleg ganga körlunum norðan af Strönd. Þeir áttu sitt ráð undir Orum Wulfs náS, enda leitaði Stefán náðarbrauðsins þangað árangurslaust. Hljóp þá Magnús á Læknisstöðum á Langanesi undir bagga með honum og lánaði honum sex krónur fyrir mat, svo að hann gæti bætt úr sárustu þörfinni. Eftir andlát Stefáns fór Ingveldur bústýra að ÞorvaldsstöSum, til Þór- arins Árnasonar bónda, og fór Magnús með henni. EignuSust þau Þórarinn eina dóttur og bjuggu saman þangaS til Ingveldur andaðist árið 1912. Magnús ólst upp að ÞorvaldsstöSum, en var þó víðar, meðan hann var ennþá ungur. Innan við fermingu var hann að Bakka í BakkafirSi hjá Valdi- mar stjúpsyni Þórarins Hálfdánarsonar. Þórarinn var móðurafi Gunnars Gunnarssonar skálds. í riti sínu S/jip heiSríkjunnar gengur Þórarinn undir dulnefninu Ketilbjörn Hranason. Þótti Magnúsi honum lýst með ágætum, og fleiri mönnum, sem hann þóttist kannast við úr VopnafirSi. Strax á barnsaldri var Magnúsi haldið að vinnu. Gætti hann fjár og vann önnur störf, sem til féllu, og stundaði sjó. Bernskuheimili sínu hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.