Helgafell - 01.06.1942, Page 27

Helgafell - 01.06.1942, Page 27
MAGNÚS STEFÁNSSON 161 hann lýst í eftirfarandi frásögn: „Þorvaldsstaðir voru efnaheimili. Flest var þar með góðu og gömlu lagi. Þar var verkum skipt manna á milli með til- liti til kunnáttu, þreks og þroska. Þar var maturinn skammtaður með hlið- sjón af þörfum hvers heimamanns. Allir fengu nóg til líkamlegs viðhalds, en enginn of mikið. Verkaskiptingin var byggð á reynslu kynslóðanna og skömmtun matarins einnig, að við bættri þekking á þörfum og eðli hvers einstaklings. Og þetta fór allt vel. En með guðsorðið var öðru máli að gegna. Þar var ekki um þarfir spurt. og á engri reynslu byggt. Þar fengu allir sama grautinn, í sömu skálinni, ómálga börn og ellisljó gamalmenni, fróðleiksfúsir unglingar og sofandi sálir. Allir fengu Péturshugvekjur með langri bæn í ofanálag, og sálmum undan og eftir, á hverju einasta kvöldi, sem guð gaf yfir. Ég er svo sem ekki að lasta Péturshugvekjur, þar er sjálfsagt margt vel mælt og viturlega, og á þá leið mælti Grímur Thomsen um höfundinn, að ekki hefði hann skort nema herzlumuninn til að koma úlfaldanum gegnum nálaraugað, og er þá mikið sagt. — Mér var sagt að sitja hljóðum og hreyfingarlausum og taka nú vel eftir. Vel hefði það getað orðið mér til sálartjóns, ef guð og náttúran hefði ekki tekið í taumana og lokað eyrum mínum fyrir þessum endalausa orðastraum um óskiljanleg efni. Meðan fullorðna fólkið sat hljótt og draup höfði — sumt dottandi — hvarf ég inn í minn eiginn hugmyndaheim. Sá heimur var svo fjarlægur eða vendilega einangraður, að þangað barst ekki ómur af einu ein- asta orði hins blessaða Péturs biskups. . . Síðan kom sálmasöngurinn. Það var auðveldara að hlusta á þá. Þar var lagið. Þó ég væri ekki söngvinn, hafði ég þó eyra fyrir lögunum, og fann einhverja ánægju við að hlusta á þau og raula undir í huganum, því upp hátt áttu ekki aðrir að syngja en söngfólkið. Og svo var rímið. Það var alltaf þess vert að veita eftirtekt, enda ekki hægt annað. En mest gaman var að fylgjast vel með og yrkja sálmana upp þann- íg. að botna jafnóðum og sungið var, og reyna að komast sem næst því, sem í sálmunum stóð. Stundum fór ég furðu nærri með hending og hending, og þóttist ég þá maður að meiri. Stundum, og kannske eins oft, brá ég á leik og botnaði með veraldlegu efni eða léttúðugum kveðskap, svo sem: Jósef af Arimetá, ætlaði að fara út að slá, og Gyðinga svik við son guðs skeð, svo tók hann líka hrífuna með. Það var vissara að láta ekki fullorðna fólkið sjá framan í mig, þegar ég var í þeim hugleiðingum”. Um tvítugs aldur fór Magnús af æskustöðvunum. /Etlaði hann sér í Gagnfræðaskólann á Akureyri og hafði fengið loforð fyrir veturvist þar. En þegar hann kom til Akureyrar og ætlaði að setjast í skólann, var hann svik- inn um skólavistina. Frétti hann þá, að Magnús á Grund ætlaði að efna til unglingaskóla að Grund þá um veturinn. Þangað fór hann og fékk þar skóla- vist. Ingimar Eydal var þar kennari, þá nýkominn erlendis frá. Lét Magnús vel af þeirri skólaveru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.