Helgafell - 01.06.1942, Side 31
MAGNÚS STEFÁNSSON
165
af sönggáfu hans og lyndiseinkunn. Einn piltanna gat þó kveðiÖ eftir öðr-
um, en hann átti heldur ekki neitt einkakvæðalag sjálfur, og eins fór fyrir
mér. Ég átti ekkert sérstakt kvæðalag, og lifði því á bónbjörgum. Einn pilt-
anna hafði jafnaðarlega þann sið að kveða aðeins tvær síðari hendingar
vísunnar og tvítók hann þá 3. hendingu:
Skekktist hauður, skulfu tré-e-e-e-e
skekktist hauður, skulfu tré-e-e-e-e,
skarkaði og sauð í jörðinne-eh-eh-eh-eh-eh ehme,
sagði hann.
Kvenfólkið heyrði ég sjaldan kveða, nema ef það tók undir með öðrum.
Það var meira fyrir söng. Þær sungu mikið: Ein fögur eik, Gott áttu, hrísla,
á grænum bala, Leiðast mér dagar, leiðast mér nætur, Ein greifadóttir fögur
og fín o. s. frv., og kvæði úr Snót og Friðþjófssögu. Og þær kunnu meira af
kvæðum en karlmennirnir, einkum eftir Steingrím og Kristján, eitthvað eftir
Jónas, Bjarna og Gröndal. Ríddu nú með mér á Sólheimasand og Ríðum,
ríðum og rekum yfir sandinn eftir Grím og eitthvað eftir Matthías, svo sem
Skugga-Sveins- og Þjóðhátíðarkvæðin. Annars var hann hjá sumum í litlu
afhaldi og virtist það vera vegna þess, að ,,hann var eitthvað ruglaður í
trúnni“, álitinn hálfgerður villutrúarmaður. Því var það þegar Hafísinn birt-
ist — mig minnir það kæmi í almanaki Þjóðvinafélagsins —, að einhver
sagði, þegar það hafði verið lesið upp hátt: ,,Nú, það ber nú ekki mikið á,
að hann sé ruglaður í trúnni í þessu kvæði“.
Magnús byrjaði snemma að yrkja. ,,Var ég ekki gamall“, segir hann,
,,þegar rímið fór að suða innan í kollinum á mér, því auðvitað var ekki vit
í þeim kveðskap. Mikið var kveðið á bænum, þar sem ég ólst upp — mikill
rímnakveðskapur og vísnakunnátta”. ,,Þegar ég var átta ára eða þar um
bil, skeði merkilegt atvik. Þá voru skáldin fáséð og fjarlæg, þarna norð-
austur á landsenda. Gröndal, Grímur og Steingrímur voru fyrir sunnan. Páll
austur á Fjörðum og Matthías norður á Akureyri. í þá daga voru minni lík-
indi til, að útkjálkabörnin kæmi nokkurn tíma á þær slóðir, en að ungdóm-
urinn, sem nú er að skríða úr hreiðrinu, fari til New York eða Rómar. Já,
skáldin voru fjarlæg, en dýrlegir menn voru það í draumum mínum. Og svo
skeði undrið. Skáld kom að Þorvaldsstöðum og gisti þar eina nótt. Það var
Símon Dalaskáld sjálfur. Ekki bar hann af öðrum mönnum að vexti og útliti,
þótt undarlegt væri. Hann var varla meðalmaður á hæð, grannur og magur
og heldur rytjulegur, með lýjulegt kragaskegg, blestur á máli og munnsvip-
urinn eitthvað viðundurslegur, — að mér fannst. Ég sé það nú, að ekki var
þess von, að hann Ijómaði af velsæld, karlauminginn. Þetta var um hávetur,
og hann var kominn labbandi alla leið norðan úr Skagafirði, í illri færð og
vondum veðrum, með þungan rímnabagga á bakinu.