Helgafell - 01.06.1942, Side 31

Helgafell - 01.06.1942, Side 31
MAGNÚS STEFÁNSSON 165 af sönggáfu hans og lyndiseinkunn. Einn piltanna gat þó kveðiÖ eftir öðr- um, en hann átti heldur ekki neitt einkakvæðalag sjálfur, og eins fór fyrir mér. Ég átti ekkert sérstakt kvæðalag, og lifði því á bónbjörgum. Einn pilt- anna hafði jafnaðarlega þann sið að kveða aðeins tvær síðari hendingar vísunnar og tvítók hann þá 3. hendingu: Skekktist hauður, skulfu tré-e-e-e-e skekktist hauður, skulfu tré-e-e-e-e, skarkaði og sauð í jörðinne-eh-eh-eh-eh-eh ehme, sagði hann. Kvenfólkið heyrði ég sjaldan kveða, nema ef það tók undir með öðrum. Það var meira fyrir söng. Þær sungu mikið: Ein fögur eik, Gott áttu, hrísla, á grænum bala, Leiðast mér dagar, leiðast mér nætur, Ein greifadóttir fögur og fín o. s. frv., og kvæði úr Snót og Friðþjófssögu. Og þær kunnu meira af kvæðum en karlmennirnir, einkum eftir Steingrím og Kristján, eitthvað eftir Jónas, Bjarna og Gröndal. Ríddu nú með mér á Sólheimasand og Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn eftir Grím og eitthvað eftir Matthías, svo sem Skugga-Sveins- og Þjóðhátíðarkvæðin. Annars var hann hjá sumum í litlu afhaldi og virtist það vera vegna þess, að ,,hann var eitthvað ruglaður í trúnni“, álitinn hálfgerður villutrúarmaður. Því var það þegar Hafísinn birt- ist — mig minnir það kæmi í almanaki Þjóðvinafélagsins —, að einhver sagði, þegar það hafði verið lesið upp hátt: ,,Nú, það ber nú ekki mikið á, að hann sé ruglaður í trúnni í þessu kvæði“. Magnús byrjaði snemma að yrkja. ,,Var ég ekki gamall“, segir hann, ,,þegar rímið fór að suða innan í kollinum á mér, því auðvitað var ekki vit í þeim kveðskap. Mikið var kveðið á bænum, þar sem ég ólst upp — mikill rímnakveðskapur og vísnakunnátta”. ,,Þegar ég var átta ára eða þar um bil, skeði merkilegt atvik. Þá voru skáldin fáséð og fjarlæg, þarna norð- austur á landsenda. Gröndal, Grímur og Steingrímur voru fyrir sunnan. Páll austur á Fjörðum og Matthías norður á Akureyri. í þá daga voru minni lík- indi til, að útkjálkabörnin kæmi nokkurn tíma á þær slóðir, en að ungdóm- urinn, sem nú er að skríða úr hreiðrinu, fari til New York eða Rómar. Já, skáldin voru fjarlæg, en dýrlegir menn voru það í draumum mínum. Og svo skeði undrið. Skáld kom að Þorvaldsstöðum og gisti þar eina nótt. Það var Símon Dalaskáld sjálfur. Ekki bar hann af öðrum mönnum að vexti og útliti, þótt undarlegt væri. Hann var varla meðalmaður á hæð, grannur og magur og heldur rytjulegur, með lýjulegt kragaskegg, blestur á máli og munnsvip- urinn eitthvað viðundurslegur, — að mér fannst. Ég sé það nú, að ekki var þess von, að hann Ijómaði af velsæld, karlauminginn. Þetta var um hávetur, og hann var kominn labbandi alla leið norðan úr Skagafirði, í illri færð og vondum veðrum, með þungan rímnabagga á bakinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.