Helgafell - 01.06.1942, Síða 32

Helgafell - 01.06.1942, Síða 32
166 HELGAFELL En það sem á skorti um útlit og yfirbragð, jafnaði hann upp með list sinni, og vel það. — Hann var skáld —, talandi skáld meira að segja. Alla vökuna talaði hann hvíldarlaust, og kom víða við. Hann sagði frá kveðskap sínum, frá Margréti konu sinni, sem hann var nú skilinn við, sem betur fór, frá Sölva Helgasyni, sem gekk gamall og elliboginn bæja á milli í Skaga- firðinum og bar þungan málverkabagga, frá Þorlákunum, sem alls staðar voru Símoni til meins og mæðu í kvennamálum, frá Einari Andréssyni, sem var rauðeygður eins og galdramaður . . .“ ,,Mér varð snemma ljóst, að skáld- skapargáfan væri til margra hluta nytsamleg. Engan kost þótti mér hún hafa, sem kæmist í nokkurn samjöfnuð við ákvæðamáttinn. Það var að vísu gott og blessað að verða frægur í lifanda lífi og ódauðlegur í sögunni fyrir kvæði, sem allir dáðu, rímur, sem kveðnar væru hárri raust fyrir öllu landsfólkinu og skop- og skammavísur, sem bærust með ótrúlegum hraða, mann frá manni, landið á enda. En hvað var það hjá því að hafa í hendi sér náttúruöflin og líf og líðan bæði vina og óvina. Það var margt í þessum heimi, sem mér þótti mega betur fara. Mennirnir, veðurfarið og öll rás við- burðanna fór eftir lögum og lofum, sem mér voru ekki að skapi, og því gátu engir breytt, nema þeir, sem voru kraftaskáld. Þeir gátu látið bæði guð og myrkrahöfðingjann taka í taumana, þegar svo bar undir“. Á þessum æskuárum og jafnan síðan orti Magnús mikið, en allt fór það út í veður og vind. Hann hélt því ekki til haga. Hann var orðinn svo leikinn rím- ari, að heita mátti, að engin rímþraut stæði fyrir honum, en lítið beitti hann þessu, nema í gamni, því Fléttu-þétt og bragabrögð bletta rétta sögu. Létt og nett skal saga sögð sett í slétta bögu. Svo létt lék rímið í höndum hans, þegar á unga aldri, að 12 ára gamall gat hann ort þessa hringhendu : Er hann Bleikur afbragð hreint um þá kreikar grundir, fáknum skeikar fótur seint, foldin leikur undir. Magnús var jafnan dulur á kveðskap sinn. Hann sendi aldrei á fyrri árum blöðum og tímaritum kvæði sín til birtingar. Hann safnaði öllu í sarp- inn. Á seinni árum komu nokkur kvæði eftir hann í blöðum, og var það fyrir beiðni þeirra, sem að blöðunum eða tímaritunum stóðu. Framan af vissu fáir, nema vinir hans, að hann fékkst við að yrkja. Kvæðin Annir og í skólanum orti hann 1907, en þau voru fyrst prentuð í lllgresi árið 1924. Sama er að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.