Helgafell - 01.06.1942, Side 34
168
HELGAFELL
hann á hina nýju útgáfu Illgresis í samvinnu við dr. Bjarna Aðalbjarnarson,
sem alla umsjón hefur haft með prentun bókarinnar og lestur prófarka.
Að Magnúsi látnum kom í leitirnar kvæði, sem tvímælalaust verður
jafnan skipað á bekk með því bezta, sem hann hefur gjört. Nefndi hann
það: Þá var ég ungur, en betur hefði því hæft heitið: Móðir mín, því að
það er sannkallaður lofsöngur til móður hans, og fer vel á þvx. Er engin til-
viljun, að hann hefur valið því kvæði bragarhátt áþekkan þeim, sem mörg
hinna fegurstu Maríukvæða voru ort undir.
Kvæði þetta orti hann á síðustu mánuðum ævi sinnar, helsjúkur, en þó
svo andlega hress, að hann gat skapað listaverk, sem verður honum óbrot-
gjarn minnisvarði í bragar túni. Það er hans Post Mortem eða uppgjörð við
lífið. Beiskja fyrri ára er horfin, en viðhorfið við hinni miklu gátu er enn-
þá óbreytt:
Þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
VI.
Ég þekkti Magnús Stefánsson í rúman aldarfjórðung, og vissi hann aldrei
skipta skapi. Svo mikið vald hafði hann á skapsmunum sínum, og var hann
þó skapmaður og tilfinningaríkur. Aldrei var svo til hans komið, að hann
hefði ekki gamanyrði á reiðum höndum, jafnvel þó hann væri þjáður.
Hann var kjarkmaður og talaði með rósemi um dauðann. En gjarnan
kvaðst hann vilja lifa lengur til þess að sjá og heyra, hver endalok yrði á
styrjöld þeirri, er nú geisar. Hann hafði bjargfasta trú á því, að lýðræði og
mannúð gengi með sigur af hólmi í þeim hildarleik, sem nú er háður um
heim allan, og að upp risi betri heimur á rústunum, þar sem gætt væri meira
jafnaðar og mildi, og mannúð væri sett skör hærra.
Hann hafði ríkan áhuga fyrir stjórnmálum, og bar mjög fyrir brjósti hag
alþýðunnar til sjávar og sveita. Hann fórnaði henni skáldskap sínum, lífi
sínu, því að honum helgaði hann allt sitt líf.
Skáldskapargáfan var honum dýrmætasta eignin, henni lifði hann og
hirti hvorki um fé né frama.
Magnús var gæddur óvenjulegum gáfum, og er öllum þeim, sem kynnt-
ust honum ógleymanlegur fyrir sakir hógværðar, hjartalítillætis og mann-
kosta.
Jóhann Gunnar Ólafsson.