Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 37

Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 37
ÞJÓÐRÆKNI OG ÞJÓÐAREINING 171 verðmætum, sem eru í sjálfu sér engu síður dýrmæt en þjóðernisverðmætin, sem öllu þessu tali er ætlaÖ að vernda. Vér erum hvattir til þess að standa saman, vera sammála. Það er rétt, að vér getum staðið saman um margt. Vér getum staðið saman um að vernda tunguna, um að krefjast þess, að erlend ríki gangi ekki á hlut vorn, um þá kröfu að fá sjálfir að ráða málum vorum o. s. frv. í þessum efnum eiga allir íslendingar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Ej þessi mál og önnur slík væru einu vandamálin, sem um væri að ræða í þjóÖfélaginu, gæti þjóðin staðiÖ saman sem ein heild og ein rödd túlkað sameiginlegan málstað hennar. En svo er ekki. Hagsmunir borgaranna í hverju þjóðfélagi eru um margt algjörlega andstæðir, og þær hugsjónir, sem þeir bera fyrir brjósti, geta verið gerólíkar. Um þau mál, sem snerta andstæða hagsmuni borgaranna og ólíkar hugsjónir þeirra, verða þeir ekki sammála. Vinnuveitendur og vinnu- þiggjendur verða seint sammála um það, hversu há vinnulaun skuli vera, — eignamenn og eignalausir seint sammála um nauðsyn og þýðingu eignarétt- arins, — framleiðendur og neytendur um vöruverð, — hátekjumenn og lág- iaunamenn um skattamál, og þannig mætti lengi telja. Þjóðfélagið er ekki ein heild með sameiginlega hagsmuni, hvað þessi mál snertir, heldur margir hópar, stéttir, með andstæða hagsmuni. SkoÖanir manna á því, hvað sé réttlátt og æskilegt í félagslegum efnum, geta og verið mjög sundurleitar, hugsjónir þeirra ólíkar. Sumir telja manninn þá munu ná mestum þroska og njóta mestrar lífsgleði, ef hann er sem frjálsastur, en aðrir, ef hann hlítir forystu og forsjá slyngs leiðtoga, — sumir telja æskilegast, að svo sé að mönnum búið í þjóðfélaginu, að þeir hafi aðstöðu til þess að njóta til fulls yfirburða og aðstöðu, — lífið sé barátta, þar sem hinn sterki sigri, en hinn veiki falli —, en aÖrir, að keppa beri að jöfnuði á kjörum og aðstöÖu, — sumir, að styrkja beri hinn sterka í þjóÖfélaginu, en aÖrir, að vernda beri hinn veika, o. s. frv. Milli slíkra skoðana er slíkt djúp staðfest, að það verSur aldrei brúað. Meðan svo er háttað, að hagsmunir borgaranna eru ekki og geta ekki verið hinir sömu í þýSingarmiklum málum, og líklegt er, að þeir beri ólíkar hugsjónir fyrir brjósti, er þjóðin ekki ein heild, og þá er þýðingarlaust að segja henni að vera það. Þjóðin á aS vísu sameiginlegra hagsmuna aS gæta gagnvart erlendum ríkjum og erlendum áhrifum, bæði efnahagslegra og menningarlegra. Mun ekki hafa boriÖ á öðru en að þjóðin hafi staÖið saman um slík efnahagsleg mál sín. Hefur þar enga hvatningu þurft, þar er þjóðin ein heild og hefur reynzt það, þótt enga athygli hafi það vakið. Þó eru hagsmunir allra landsmanna gagnvart erlendum viðskiptaþjóðum eng- an veginn alltaf hinir sömu; einnig þar geta hópar innan þjóðfélagsins átt ólíkra hagsmuna að gæta. Hefur þetta komiÖ greinilega fram í þýðingar- miklum verzlunarsamningum við erlent stórveldi og valdið deilum hér innan-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.