Helgafell - 01.06.1942, Page 38

Helgafell - 01.06.1942, Page 38
172 HELGAFELL lands. Þjóðin á einnig sameiginlegra menningarhagsmuna að gæta, og hefur ekki verið dregið í efa, að hún vilji standa saman um verndun þeirra. En nokkurn hluta þjóðarinnar hefur þó skort mjög tilfinnanlega háttprýði og sið- ferðisþrek í viðskiptum sínum við hina erlendu menn. Ekki skal það átalið, að brýningarorðum sé beint til þjóðarinnar um þau mál, en þó hygg ég, að gagnvart þeim hluta hennar, sem hér hleypur undan merkjum, sé annars meiri þörf en orða. En þótt þjóðin eigi nokkurra sameiginlegra hagsmuna að gæta, skoðar hún sig samt ekki, og er ekki, ein heild, meðan hagsmunir borgaranna eru ólíkir í málum, sem þeir álíta þýðingarmeiri, og flestum mun íinnast þau mál varða sig einna mestu, er snerta baráttuna fyrir daglegu brauði. Þeir, sem raunverulega vilja þjóðareiningu, ættu því fyrst og fremst að vinna að því, að þjóðin taki að líta á sig sem eina heild, að svo miklu leyti sem það er unnt. Þeir ættu að vinna að því, að minni munur yrði á kjörum borg- aranna og stéttanna en verið hefur, og þeir ættu að vinna að því að draga úr öryggisleysi því um afkomuna, sem þjáð hefur margan manninn. Slíkt væri hin haldbezta barátta fyrir þjóðlegri einingu. Þá er grundvöllurinn til fyrir því, að ræðurnar, sem nú missa marks, beri þann árangur, sem þeim er ætlað. III. Þess var getið áðan, að margir virtust telja stjórnmálaflokkana hættuleg- astan Þránd í Götu þjóðlegrar einingar. Það virðist vera orðin útbreidd skoð- un, að stjórnmálaflokkarnir og deilur þeirra séu hvort tveggja í senn, óþarfar og skaðlegar, og hefur nú nýlega meira að segja verið stofnað til stjórn- málasamtaka, sem hafa það á stefnuskrá sinni að vinna gegn stjórnmála- ílokkum. Þeir, sem þannig hugsa, virðast ekki hafa gert sér þess grein, hvers vegna stjórnmálaflokkar myndast. Það er eins og þeir haldi, að stjórn- málin séu aðeins leikur manna, sem vilja vera leiðtogar, og þeir stofni flokkana til þess að styðja sig í persónulegri baráttu sinni fyrir völdum og auði. Ég neita því að vísu ekki, að til séu og til hafi verið stjórnmálamenn, sem beiti stjórnmálaflokkum fyrir sig í eiginhagsmunaskyni, og að stjórn- málaflokkar hafi jafnvel verið stofnaðir í því skyni. En hitt er öldungis víst, að eðli stjórnmálanna er allt annað, og að sú flokkaskipting, sem er hér á landi, og er raunar svipuð um allan heim, þar sem flokkaskipting er leyfð á annað borð, byggist á allt öðrum grundvelli. Grundvöllur hennar er sá, sem getið var að framan, að hagsmunir borgaranna í efnahagsmálefnum eru andstæðir og hugsjónir þeirra um félagsmál ólíkar. Og þarf þá nokkurn að undra, að þeir skipi sér í flokka til þess að berjast fyrir hagsmunum sín- um og hugsjónamálum, — berjast fyrir því, sem þeim finnst rétt, en gegn því, sem þeim finnst rangt ? Hvað stendur manninum nær en að láta sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.