Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 40
174
HELGAFELL
verkfræðinga og ólærða verkamenn eða ekki, eða um það, Kversu mikill
skyldi vera munurinn á launum þeirra ? Mætti ekki eftir sem áður deila
um það, hvort nauðsynlegt sé að gera fyrst ráðstafanir til hagsbóta fyrir
bændur eða bæjabúa ? Gætu ekki enn orðið deilur milli þeirra, sem stjórna,
og hinna, sem er stjórnað ? Og myndu menn ekki eftir sem áður geta haft
ólíkar skoðanir á félagsmálum og menningarmálum ? Lýðræðið og frelsið
til þess að mynda flokka og rökræða deilumál er alltaf nauðsynlegt, ef þjóð-
irnar eiga að þroskast, hvert sém búskaparkerfi þeirra kann að vera. Þeir,
sem aðhyllast félagsbúskap, hljóta að gera það sökum þess, að þeir álíta
manninn þá verða sælli og þroskaðri. En sé félagsbúskapur hafinn og lýðræði
afnumið, er það, sem gefið er með annarri hendinni, tekið með hinni.
Sé tekin upp skipuleg andstaða gegn stjórnmálaflokkum og flokkaskipt-
ingu, er raunverulega um að ræða andstöðu gegn einu af því, sem bein-
línis gefur lýðræðinu gildi, og það á að færa okkur, — það er í rauninni
verið að hefja andóf gegn lýðræðinu sjálfu, því að eigi engir flokkar að
\era til, er það út í bláinn að tala um frelsi til þess að mynda flokka, en það
er einn af hornsteinum lýðræðisins. Andstaðan gegn flokkunum er í rauninni
einræðissinnuð, hún leiðir til einræðis, þótt margir málsvarar hennar geri
sér þess ef til vill ekki grein. En sumir draga enga dul á það, að þeir
álíta einræðið heppilegra en lýðræðið, að til eigi að vera aðeins einn flokk-
ur, og þjóðin eigi að hlíta styrkri stjórn, — þar sem svo sé, eigi engar deil-
ur sér stað, og engin sundrung standi framförum fyrir þrifum. Það er hrap-
allegur misskilningur, ef einhver kynni að halda, að í einræðisríkjunum sé
ekki um öll hin sömu raunhæfu vandamál að ræða í stjórnar-, félags- og
atvinnumálum og í lýðræðisríkjunum. Sá einn munur er á, að þar er jafn-
an skorið úr deilumálunum út frá einu sjónarmiði, sjónarmiði hins ráðandi
flokks eða manns, en ekki leyft að draga það opinberlega í efa eða deila
um það, hvort þetta sjónarmið sé rétt eða sanngjarnt. Séu einhverjir leið-
toganna óánægðir með lausn málanna, hefjast deilur bak við tjöldin, —
þar eð vald meira hlutans er ekki viðurkennt, verða menn að gera samsæri
til þess að vinna fyrir málstað sinn, og deilunum lyktar því títt með því,
að sá aðilinn, sem sterkari er, reynir að útrýma hinum. Það er algjörlega
rangt, að hjá einræðisþjóðunum ríki raunverulega eining um málefni þjóð-
félagsins; það er einungis bannað að deila opinberlega um það, sem menn
eru ekki sammála um. Það er rangt, að einræðisþjóðirnar séu ein heild,
þótt reynt sé að láta líta svo út; þeim er einungis bannað að láta það koma
fram, að þær eru það ekki. Það er rangt, að einræðisþjóðunum sé stjórnað
með hagsmuni allra stétta fyrir augum, — það er ekki hægt, fremur en að
rrokkur flokkur getur raunverulega verið flokkur allra stétta, því að hags-
munir stéttanna eru andstæðir; þeim er einungis bannað að deila um það,
til hagsmuna hvaða stétta eigi að taka mest tillit á hverjum tíma.