Helgafell - 01.06.1942, Side 46

Helgafell - 01.06.1942, Side 46
180 HELGAFELL og meiddist í lendingu, og var fluttur í hús fiskimatsmannsins, Sigurþórs í Steinbúð. Því Sigurþór hafði læknis- lagi. Þegar Sæmundur komst á fætur, voru félagar hans hinir erlendu löngu á brott farnir, og enginn vissi hvert, enda flökraði það ekki að Sæmundi að halda uppi spurnum um þá. Hann var engu vanari en því í lífinu að missa sjónar á vinum sínum. En hann varð sjaldan vinalaus samt, aldrei, hann eignaðist þá jafnóðum aftur, nýja vini fyrir þá gömlu, hvar sem hann fór, utanlands ekki síður en inn- an, — nema á Spáni. Þar hafði hann fyrir hitt glæpamenn mestmegnis, og ör bar hann eftir einn þeirra, hvítt og langt, yfir þveran hálsinn að aftan. Það hafði verið gerð á honum morð- tilraun með tygilknífi. En nú var langt um liðið, Spánn drukknaður í sínu eig- in blóði, eða því sem næst, og Sæ- mundur kominn til Sandeyrar og far- inn að eignast þar vini. Hann var nú fimmtíu ára að aldri, óvanur þurrlend- inu að mestu og tekinn að safna hold- um sér til óhægðar við alla algenga landvinnu. En þrátt fyrir það, hann langaði ekki aftur út á sjóinn, nei, fann til hálfgerðs tómleika fyrir brjóst- inu, allt að því beigs, er hann hugs- aði til íarmennsku á ný. Ef til vill átti skipreikinn hans hér við fjarðarmynn- ið sök á því, þess voru dæmi, að menn misstu kjarkinn í skipreika. En að hann væri þar með búinn að leggja fæð á hafið, því fór fjarri. Hann elsk- aði hafið eftir sem áður, að sumu leyti líkt og trúaður maður elskar guð. Hann vildi vera því nálægur, heyra rödd þess, tala um það, hugsa um dýpt þess og óendanleika, en hann langaði bara ekki út á það meir. Innst inni í honum lifði líka ofurlítil ást á landjörðinni, sennilega arfur frá bændunum, forfeðrum hans, ofurlítil talenta, sem hann hafði aldrei ávaxt- að, en grafið niður. Nú fann hann það á sér, að hún var þó í honum fólgin, og fyrir bragðið gat hann án mikils erfiðis sett sig inn í hugsunarhátt bænda og skilið tilfinningar þeirra gagnvart grasbítum og moldinni. Fyr- ir sjálfan sig hafði hann hins vegar engan hug á jarðnæði, utan ofurlitlum vígðum reit, þegar allt væri komið í kring, eins og skáldið kvað. ,,Það er ekki til sá sjómaður, sem vill bera bein sín í hafinu, þó sumir haldi því fram,” staðhæfði hann. ,,Við erum allir af moldinni komnir og viljum hverfa til hennar aftur.“ Það má eins taka það strax fram, Sæmundur Grímsson fór ekki framar frá Sandeyri, hann ílendist þar, fékk atvinnu við sitt hæfi. Það var verið að raflýsa þorpið, með olíumótor, og fiskimatsmaðurinn, Sigurþór, sem var áhrifamaður á staðnum, kom því svo fyrir, að skipbrotsmaðurinn hans var ráðinn til þess að fara með ljósavélina. Sjaldan hefur verkfús maður fagn- að meir nýju starfi en Sæmundur Grímsson nú, enda göfugt hlutverk að verða ljósgjafi hér á Sandeyri undir Skuggavaldi. Hann brást heldur ekki því trausti, sem honum hafði verið sýnt, en varð sannkallaður faðir ljós-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.