Helgafell - 01.06.1942, Side 50

Helgafell - 01.06.1942, Side 50
184 HELGAFELL eftir útlitinu að dæma ekki verða fyrr en að ári. Fyrr mundi þá heldur ekki hafizt handa um byggingu nýs graf- reits á Sandeyri. Nei, því sóknar- nefndarmaSurinn hafSi uppgötvað lögmál hinnar svonefndu byggingar- lukku. Það hljóðaði svo: ByggSu skuldlaust. Og enginn skyldi ætla, að sá maður gerðist lögbrjótur. Nú var það sízt í huga Sæmundar að grípa til annarlegra ráða sjóði sín- um til framdráttar, enda ráðalaus með öllu, og sótti hann nokkur dapur- leiki.vegna þess hversu til haíðitekizt, og gat ekki af látið að binda við þetta þankann. Slíks sinnis rölti hann niður á bryggjuna einn síns liðs. Þá var lið- ið af hádegi. MaSurinn nam staðar á bryggjuhausnum og sá út á fjörðinn. Svo hafSi hann raunar gert dag hvern að kalla, síðan hann festi byggð sína hér. Hann dýrkaSi enn sem fyrr hið salta vatn og mundi alltaf gera. Heil- ög sjón mátti það heita, sumarblátt hafið, eins og það birtist nú, undir sól heiðríkjunnar, já, sannkölluð hugbót að horfa á það og finna ramman eim þess leggja sér fyrir vit. Þeim var það vart láandi, formönnunum, þó þeir tækju heimboð þess fram yfir messur og dans, já, þó þeir gleymdu land- menningunni og því, hversu hún þjáð- ist af kirkjugarðsleysi. — EitthvaS af þessu hugsaði Sæmundur, þar sem hann stóð, kannske allt. Sáttfýsin blómstraði í honum, — eins og útsæð- iskartafla í fjósbás. Hún tók að lýsa út úr svip hans, slá út um hann bók- staflega. Þá er það, að þeir Þorbjörn bóndi og Frankó koma í Ijós upp á götunni. Þeir stefndu í átt til Sæmundar. Nú skyldi maður ætla, að Sæmundur gæfi þessu lítinn gaum, svo sem hug- arástandi hans var nú varið, en því fór þó fjarri. Hann hafði frá upphafi kennt ýmugusts af manni þessum hin- um svartbrýnda og hundi hans. Þeir minntu hann stöSugt á það, sem hann helzt vildi gleyma: ÞjóSríkiS Spán og þegna þess. Ósjálfrátt hnyklaði hann brýrnar og dró hendurnar úr buxna- vösunum. Ekki svo að skilja, að hann byggist við árás, nei, en hann gekk eins og allur úr jafnvægi, varð óstöð- ugur á fótunum. Þorbjörn fór sér hægt, en hann nálgaðist eigi að síður. Nam staðar öðru hvoru, leit fyrirlitningaraugum á eitt eða annað, sparn við því fæti laus- lega, spýtti á það. Hundurinn tölti á undan honum í krókum, hringuðu skotti, sperrtum eyrum. Óvirti hvern hlut, sem á vegi hans varS — á sinn hátt — hagaði sér mjög í samræmi við húsbóndann. AS síðustu kom hann þar að, sem Sæmundur stóð. Hann þefaSi af buxnaskálm mannsins, hljóp eitt skref áfram, lyfti hægra afturfæti og vætti skálmina. SíSan afgreiddi hann tóma olíutunnu á sama hátt. Sæmundi hraut blótsyiði af vörum, hinum geðprúða manni, bræðin hrifs- aði í hann krumlu sinni og skók hann til, en hann stillti sig. ,,Hann er illa vaninn þessi hundur þinn, Þorbjörn. Þú ættir að farga hon- um,“ kallaði hann til fjáreigandans, það var allt og sumt, og var lítilshátt- ar skjálfti í röddinni. Þorbjörn nam staðar af skyndingu, svo sem hann uppgötvaði það fyrst nú, að ljósamaðurinn mundi lífi gædd vera, en ekki olíutunna eða fiskvagn. ,,Ætlarðu að halda því fram, að þú þekkir hund frá kind, skötuselurinn og hvalþjósin, og þar að auki aS-að-aS-“ Hann fann ekki orðið í augnablikinu, en náði síðan tangarhaldi á niðurlagi klausunnar: „Viltu gera svo vel og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.