Helgafell - 01.06.1942, Síða 63
KARL OG KONA
197
Þú sjálfur ert ormur, sem elur
á illu, með þögn sem rosta,
sú holtönn, er háska felur
og hundur l þínum losta!
Vtö ker, sem þú kysir að hrjóta,
þú kjammsar af þorsta brenndur:
svo kviðar míns náirðu að njóta,
mig neyðistu að sleikja um hendur!
Þitt sæði með hrolli i hljóði
ég hlaut undir hrjósti að ala,
þitt harn hef ég nært á blóði
og borið við ógnir kvala,
— allt hlaut ég illt af þér!“
Og Adam skók hnefa i æði
og Evu hlóðgaði i framan,
og Eva hljó-p hrott í bræði,
hitandi tónnum saman,
og settist með böl i barmi
á hakkann hjá Evfrats straumi,
og svalaði sári og harmi
í svíðandi hefndardraumi.
En Adam sér fleygði til foldar
og fól sitt auglit við jörðu
og engdist sem ormur moldar
af eftirköstunum hörðu:
hann sá hana óða á svipinn
og særða af hans eigin hendi,
og hneisunnar harmi gripinn
hann hugleiddi og viðurkenndi,
hve vakin og sofin var hún
á verði um hans kjör og hagi,
hve fæðu honum bjó og bar hún
og búslóð hans hélt í lagi,