Helgafell - 01.06.1942, Page 65
KARL OG KONA
199
hver vera, sem kvik má heita!“
Svo talaði Adam, en Eva
gerði ekki að játa eða neita.
Og aftur varð Adam hljóður
og ygldur af þykkju á svifinn,
um hugann fór hefndarmóður,
og hatri varð lundin gri-pin.
Þá klökknaði konan og arminn
um karlmannsins herðar lagði
og bceldi sig fast við barminn,
með brosi i tárum, og sagði:
,,Ég vil ekki vita og þrefa
og vita þig angri hlaðinn,
ef Guð vill ei fyrirgefa,
við gerum það sjálf i staðinn!
Hann dœmdi okkur saman — og sundur,
til svölunar girnd og reiði,
við erum sem hundtlk og hundur,
og blutskiptið synd og leiði,
— en búum í bölinu saman,
þótt blindi okkur heift og tregi,
við hatrið og ofsann og amann
og ástina, — að hinzta degiV'
Og Adam og Eva gengu
sinn örlagaferil bœði,
juku œtt sina og andlát fengu
i elli, tjá heilög frceði.
Hver öld leið með flaumsins falli
i fyrnsku, en með sama brag
var sagan af konu og karli
og kvað vera enn i dag.