Helgafell - 01.06.1942, Síða 66
Tveir íslenzkir listamenn
Finnur Jónsson málari
Það má segja, að ár heimsstyrjald-
arinnar 1914—’ 18 marki nokkur tíma-
mót í sögu hinnar þá kunnugu íslenzku
myndlistar. Elzta kynslóð listamann-
anna — en til hennar verður að telja
ekki aðeins Þórarin, Ásgrím og Einar
Jónsson, heldur einnig Jón Stefánsson,
Guðmund Thorsteinsson og Kjarval —
hafði þá námsárin að baki, og voru
þessir menn farnir að stunda list sína
bæði hér og erlendis sem fullfleygir
listamenn. En um og eftir heimsstyrj-
öldina leggur ný kynslóð ungra íslend-
inga frá landi — önnur kynslóð mynd-
listamannanna — og dreifir sér út um
álfuna sér til mennta og þroska. Þetta
var allfjölmennur hópur, sem sótti
þarna út í löndin til stöðva listamanna
í stórborgunum, þeir voru oft á tíðum,
eða oftast, félitlir, fáfróðir um tungu
og venjur lands þess, er þeir sóttu
heim, öllum ókunnugir, og mátti oft
furðu telja, hvernig þeir björguðu líf-
inu. Eins og eðlilegt var, sóttu flest-
ir þessir ungu listamenn til Kaup-
mannahafnar og þaðan svo til París-
ar eða Ítalíu, en allmargir fóru einnig
til Þýzkalands.
Einn þeirra ungu listamanna, sem
leituðu til Þýzkalands til náms á þess-
um fyrstu árum eftir ófriðinn mikla,
var Finnur Jónsson, eftir tveggja og
hálfs árs námsdvöl í Kaupmannahöfn.
Sá, sem þetta ritar, var Finni samtíða
í Þýzkalandi nokkur af þessum árum
og átti því bæði þá og síðar allgóð
tækifæri til að fylgjast með þróunar-
sögu hans. Finnur var, eins og algengt
er um íslenzka listamenn, kominn af
unglingsárunum, er hann tók að gefa
sig óskiptan að málaralist. Flann hafði
stundað sjósókn á Austfjörðum fram
eftir aldri, en síðar lagt stund á gull-
smíði, og þá iðn stundaði hann einn-
ig um skeið, eftir að hann hafði gert
málaralistina að atvinnu, því að gull
sækja fáir hérlendir menn í greipar
listarinnar. Það munu hafa verið aðr-
ar ástæður en sú, að Finni væri sér-
lega hugleikin þýzk list eða þýzk list-
tjáning, er réðu því, að Finnur hóf
nám í Þýzkalandi, og verða þær ekki
raktar hér. En þó gat ekki hjá því far-
ið, að hann yrði fyrir nokkrum áhrif-
um af þeim liststefnum er þá voru helzt
uppi á teningnum, ,,Sturm“-hreyfing-
in var samtök þýzkra og erlendra ný-
tízku-málara og myndhöggvara á ár-
unum eftir ófriðinn, undir forustu list-
fræðingsins Herwarth Walden. Lista-
menn þeir, sem að þessum samtökum
stóðu, voru með svo margvíslegum
hætti, að það var tæplega hægt að
segja, að þeir ættu nema eitt sameig-
inlegt markmið: að berjast gegn hvers
konar rómantík, realisma, impression-
isma, en með expressionismanum í
ýmsum myndum. Margir þessara lista-
manna voru ýmist orðnir, eða urðu
seinna, víðfrægir, og forustumenn í
listum álfunnar, eins og t. d. Picasso,
Karl Hofer, Kokoschka, Kandinsky,
svo að nokkur nöfn séu nefnd. Enda
var það æðsta þrá margra ungra lista-
manna þýzkra að verða teknir inn í
þessi samtök. Það má því vafalaust