Helgafell - 01.06.1942, Page 74
Sigurður Nordal:
Tvær myndir og brot
úr gömlum ritdómi
Aðfaranótt 28. dags októbermánaðar 1910 hvarf Leo Tolstoj frá heimili
sínu, Jasnaja Poljana, til þess að leita kyrrláts staðar, þar sem hann gæti
dáið í friði. Nokkuru síðar spurðist til hans á lítilli járnbrautarstð, Asta-
Tolstoj lever!
Tolstoj som unff,
Kristján Jónsson.
povo. (Þar lézt hann 7. nóvember.) Þegar fregnin um, að Tolstoj væri kom-
inn fram, barst út um veröldina, birtist mynd sú, sem hér er prentuð, í
dönsku blaði. Ég klippti hana út og hef geymt hana síðan, — ekki vegna
Tolstojs, heldur af því, að hún minnti mig svo á myndina af Kristjáni Jóns-
syni, sem er framan við Ljóðmæli hans. Vitanlega hef ég ekki rannsakað,
hversu lík þessi mynd muni vera Tolstoj, eins og hann var á æskuárum sín-
um, en eitt er samt víst, að hún er ekki gerð lík myndinni af Kristjáni af
ásettu ráði, svo að þetta er einkennileg tilviljun.
Kristján Jónsson dó á 27. aldursári, og hafði ævi hans orðið svo erfið og
raunaleg sem allir vita. Samt entist hún honum til þess að yrkja kvæði, sem
skipuðu honum á bekk með þjóðskáldum, voru mikils virt af íslenzkum