Helgafell - 01.06.1942, Side 78

Helgafell - 01.06.1942, Side 78
208 HELGAFELL maður er einn einstaklingur þeirra milljóna, sem forlögin hafa hrundið inn á leiksvið heimsatburðanna. Og þótt ekki verði enn séð, hvernig þess- um þætti lýkur, frekar en hinni geig- vænlegu styrjöld, þykir rétt að viðhafa aðferð vísindalegrar söguritunar nú- tímans og skrá hann jafnóðum. Hinn 10. maí 1940 tekur brezka heimsveldið hús á íslenzku þjóðinni, og hefur haft hér setulið síðan. Um það leyti gengur Auðunn Auð- unsson enn sem frjáls maður um dyr húss síns og uggir ekki að sér. Engum mundi þá hafa komið til hugar að setja hann í samband við styrjöld, ofbeldis- verk eða auðsöfnun, þennan Plató, sem ver ævi sinni til þess að skraut- rita heillaóskir, ljóð og fleira fallegt fyrir samborgara sína, og tekur eins fáa aura fyrir listaverk sín og hinar kröfulitlu þarfir hans framast leyfa. í þess stað heldur hann ókeypis fyrir- lestra yfir viðskiptavinum sínum, fræð- andi fyrirlestra um speki lífsins og hin- ar undursamlegustu uppgötvanir mannsandans. Hann hefur hugsað þær sjálfur, margar hverjar, en ekki haft tök á að færa þær í efniskenndan bún- ing. Hann hefur varið árum í það að hugsa upp aðferð til að lita hreyf- ingar, svo að vísindamaðurinn geti fylgzt með þeim og skilið betur eðli þeirra. Það er hvorki meira né minna en lykillinn að leyndardómi efnis- heimsins, sem hann leitar að. Hann brýtur heilann um eilífðina, veltir fyr- ir sér hinum margvíslegustu gátum skynheims vors, svo sem vegna hvers grasið sé alls staðar grænt, hvort at- burðirnir endurtaki sig, og hvert sé lög- mál tilviljananna. Allar hugleiðingar sínar skrifar hann af sinni alkunnu rit- list í fallega, þykka bók, útskýrir þær fyrir vinum sínum, ræðir við þá um heimspekistefnur, allt frá Sókrates til Kants, og hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að allt líf sé óslitin tilraun til hugsunar. Hann trúir á hugsunina, dýrkar hana, er þess fullviss, að ein- hvern tíma í fjarlægri framtíð hafi allt efni breytzt í eina allsherjarhugsun, sem skilur samræmið í sjálfri sér. Hversu fráleitt virðist það ekki vera, að maður, jafn-afskiptalaus um vers- lega hluti, skuli lenda í stríði ? Og þó fer það svo, heimsstyrjöld hlífir hvorki þjóðum né einstaklingum, ættarkastali þessa friðsama Seneca, hið lágreista timburhús, verður að vígvelli, áhrif ó- friðarins mikla teygja sig inn að borði hans, þar sem byttur með marglitu bleki og vandaður pappír hafa átt ó- skoraða landhelgi. Því verður ekki með neinum rétti í móti mælt, að friðslitunum í húsi Auð- uns Auðunssonar var greidd leið inn- anfrá. Hitt yrði þó að teljast óráð- vendni í vísindalegri sagnaritun að bera kvislingsnafnið á hans stóru frú, Þorbjörgu Þorbjarnardóttur, húnáekki slíkt níðingsheiti skilið, þótt jafnvægi hennar reynist ekki eins öruggt í súgi heimsstyrjaldarinnar og heimspekings- ins og listamannsins, húsbóndahennar. Að vísu hefur hún aldrei verið kennd við staðfestuleysi, stilling hennar er al- kunn, en hún er áhugalaus um hugð- arhvöt manns síns, þótt hún unni hon- um vel. Hún er miðlungskona að and- legum gáfum. Sviplaust, kringlótt and- litið, eilítið sauðarlegt, vitnar um það. Atgjörvi hennar er á öðru sviði, handa- tiltektir hennar opinbera frábæran dugnað, húshættir hennar skipulagn- ingahæfileika. Hún er tæpum tíu árum yngri en maður hennar. Hver furðar sig á því, þótt athafnarík kona verði hrifin iðu tímans, þegar hernámið, í stað böls og blóðsúthellinga, færir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.