Helgafell - 01.06.1942, Page 79
DRAUMUR TIL KAUPS
209
landslýð atvinnu og peninga ? Hefur
hún ekki jafnan aflað heimilinu meg-
intekna með saumum og þvottum, en
þagað góðlátu hljóði yfir prísum
manns síns ? Hefur hún ekki ávallt lit-
ið á hann eins og elskulegan óvita, sem
hún leiðir sér við hönd eftir hinum tor-
sótta vegi lífsins og lofar að hafa þá
skoðun, að allt sé fagur draumur, af
því að hún ein fær að reyna ranghverfu
tilverunnar ? Og hvenær hafa vinir
hans litið öðruvísi á hana en sem hús-
gagn hans, þegar þeir sitja í óskiljan-
legum samræðum við hann, en gera
sér gott af kaffi hennar og kökum ? Nú
opnar Sesam eitt andartak dyr sínar
fyrir henni og býður henni innfyrir.
Á hún að forsmá það ?
Upphaflega lætur hún sér nægja að
bæta úr aðkallandi tekjuþörf sinni með
þvotti fyrir setuliðið, en úrræðin til fjár-
öflunar sýnast ótæmandi, þegar farið
er að svipast um eftir þeim. Þau orka
á hana líkt og áfengur drykkur; þó
ber hún það með þögn að sjá menn
nágrannakvenna sinna hlýða kalli gull-
leitarinnar, fyllast hinum forna anda
frá Klondyke, koma heim úr Breta-
vinnunni, ef ekki með hinn gullna
málm, þá að minnsta kosti fullgildi
hans í rauðum seðlum, á meðan mað-
ur hennar húkir, hugsunarlaus um
veruleikann, yfir barnalegu pári, sem
ekkert gefur í aðra hönd. Hún æðr-
ast ekki, þótt hún sjái, hvernig hin fá-
tækustu heimili, fyrir mátt þessara
töfra, breytast í smáborgaralegar lúx-
usíbúðir, þangað sem þungir, klunna-
legir stólar og fleiri húsgögn velmegun-
arinnar streyma. Enn getur hún um
stund þolað að heyra útvarpshljóm úr
hverri nágrannaíbúð, sem hingað til
hefur talið það á óþarfaútgjaldaliði, að
kaupa Morgunblaðið til þess að fylgj-
ast með stórviðburðum heimsins og
stjórnmálum borgarinnar. En þegar
vinkonur hennar taka að klæðast kjól-
um og kápum, slíkum, er hingað til
hafa aðeins sézt utan á dætrum beztu
borgara, þá fer siðferðisþreki hennar
að verða hætta búin. Það eru takmörk
fyrir því, hvað má bjóða mannlegu
eðli.
En heimspekingurinn, Auðunn Auð-
unsson, rumskar ekki við gróðastorm-
inn, sem geisar um borgina, hann bið-
ur ekki um neitt af blessun stríðsins
sér til handa, en skrautritar með sömu
alúðinni og sömu hægðinni heillaóskir,
ef einhver má vera að því að senda frá
sér slíkan hégóma mitt í hinu ævin-
týralega annríki, sem er án dæma í
sögu borgarinnar. Og prísar hans eru
hinir sömu og áður. En sefur hann ?
Verður hann ekki breytinga var ? Það
er ólíklegt um mann, sem veit jafn-
mikið og hann um hugsunina. Hann
finnur, að hugblær manna hefur
breytzt, tekur eftir því, að önnur um-
ræðuefni en styrjöldin og gróðaúrræð-
in þykja ekki dagskrárhæf. Gestir hans
hafa allt í einu glatað öllum áhuga