Helgafell - 01.06.1942, Síða 92
222
HELGAFELL
Nils Collett Vogt:
Júdas frá Ískaríot
Ég þjónaði honum ungur, en þroskameiri ég skildi,
að það var aðeins sundrung og bylting, er hann vildi,
og ég, sem virti lýðræði og lög, sem voru í gildi,
gegn landráðunum snerist, af gremju og skyidu í senn.
Um svikráð fyrir mútur þó sögur af mér fara,
— að silfrið færi í gólfið, og laun mín yrðu snara!
Sá kristilegi rógburður krefst ei langra svara:
Ég kastaði aldrei peningum frá mér, góðir menn!
Ég hlaut að launum glaðning frá valdstjórninni, að vonum,
ég vaxtaði hann með ráðdeild, og blessun fylgdi honum.
Ég dó í hárri elh, frá auðlegð, sæmd og sonum.
Mér sárnar mest, að peir skuli trúa á róginn enn.
sem af honum hafði verið tekið, gerði Al-
þýðublaðið ítrekaðar tilraunir til að klípa af
honum hvern kílómeterinn á fætur öðrum,
sem varla var þó gustuk, og væri nú athug-
andi fyrir Alþýðuflokkinn, hvort ekki vxri
rétt að skila Stalin aftur einhverju af þessum
kílómetrum, áður en næstu kosningar fara í
hönd. — Það bendir einnig til þess, að kosn-
ingahorfur Stalins á Islandi séu mjög að vænk-
ast, að kommúnistaflokknum hefur mjög auk-
izt fylgi þann stutta tíma, sem liðinn er frá
því, að hann og Hitler gerðust fráhverfir
hvorir öðrum, þó vaxandi trúarþröf og guðs-
ótti flokksins kunni einn-
GUÐSÓTTI ig að hafa valdið nokkru
KOMMÚNISTA um kosningasigur hans.
— Þá telja sumir, að
fylgi Hitlers hafi einnig hrakað nokkuð, svo
sem í Vestur-Skaftafellssýslu, þó ekki sé vit-
að, hvaða hugsjónir það eru, sem unnið hafi
á þar í staðinn, en að Hitler hafi á sama
tíma aukizt fylgi í Suður-Þingeyjarsýslu er
auðvitað svo mikil fjarstæða, að Léttara hjal
telur sér skylt að mótmæla henni. — Fram-
sóknarflokkurinn hefur að vanda staðið sig
hið bezta í þessum kosningum, en þar sem
hann hefur, mér vitanlega aldrei kunnað
við að ljósta því upp, hver væri höfuðtilgang-
ur hans, þá verður heldur engum getum að
því leitt, hvaða málstaður hefur staðið eða
fallið með honum í þessum kosningum, frek-
ar en endranær. — Aftur á móti fór Þjóð-
veldisflokkurinn svokallaði ekki dult með
það, að höfuðmarkmið hans væri afnám allra
flokka, og má flokkurinn eiga það, að hann
reyndist svo kurteis, að byrja á því að ganga